fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFH féll út úr bikarkeppninni eftir að hafa verið 7 mörkum yfir...

FH féll út úr bikarkeppninni eftir að hafa verið 7 mörkum yfir gegn ÍBV

Bæði FH liðin úr leik

ÍBV fékk FH í heimsókn í 8 liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta.

FH var mun sterkara liðið í byrjun og leiddi í hálfleik 13-7. Áfram bættu FH-ingar í og komust í 7 marka forskot þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.

En þá fór allt í baklás hjá FH og leikmenn ÍBV fylltust bjartsýni og hleyptu FH-ingum ekki í gegnum öfluga vörn sína og FH-ingar misstu boltann aftur og aftur. ÍBV saxaði á forskot FH og jafnaði í 18-18 þegar 11 mínútur voru eftir. FH-ingar áttu erfitt með að skora þó þeir væru 2 fleiri og ÍBV seig framúr og komst mest 4 mörkum yfir en leikurinn endaði síðan 24-22.

Fögnuður ÍBV var mikill enda á leið í Laugardalshöllina í undanúrslitin en Stjarnan, Afturelding og Haukar sem einnig leika þar unnu einnig öll heimaleiki sína.

Kvennalið FH tapaði stórt fyrir toppliði Vals 19-34 og er því úr leik í bikarkeppninni en áður hafði liðið sigrað Víking 42-18.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2