Þúsund manns mættu á leik FH gegn St. Petersburg í Evrópubikarnum í handbolta nú í dag. Leikið var í Rússlandi en FH vann fyrri leikinn hér í Kaplakrika 32-27.
Staðan í hálfleik var 16-12 St. Petersburg í vil. Seinni hálfleikur var æsispennandi þrátt fyrir að FH var að tapa með þrem til fimm mörkum allan hálfleikinn því St. Petersburg þurfti að vinna leikinn með meira en 5 mörkum til þess að komast áfram. Þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka var staðan 32-27 og FH í sókn, FH-ingar náðu skoti á mark en markmaður St. Petersburg varði og var haldið í framlengingu.
Framlengja þurfti til að ná fram úrslitum
Allar sóknir fyrri helmings framlengingarinnar nema seinasta sókn Rússanna enduðu með marki og var staðan 35-31 í lok fyrri helmings framlengingarinnar. Seinni helmingur framlengingarinnar lauk með 2-2 jafntefli. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri St. Petersburg 37-33 en FH vann einvígið samanlagt 65-64 og eru komnir áfram í þriðju umferð Evrópubikarsins.
Mikil fagnaðarlæti urðu í Sjónarhóli þar sem fólk kom saman að horfa á leikinn.