fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFH leikur til úrslita við ÍBV eftir sigur í úrslitaleik einvígisins gegn...

FH leikur til úrslita við ÍBV eftir sigur í úrslitaleik einvígisins gegn Selfossi

Löngu einvígi FH og Selfoss lauk með 3-2 sigri FH

FH og Selfoss mættust í oddaleik í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla fyrir fullu húsi í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í kvöld.

FH-ingar vory töluvert sterkari í fyrri hálfleik og náðu mest 5 marka forskoti en Selfyssingar klóruðu í bakkann og í hálfleik munaði 3 mörkum, 15-12 fyrir FH.

Einar Rafn Eiðsson á hörkuskot að marki í fyrri hálfleik.

Markmenn liðanna settu mark sitt á leikinn og höfðu varið um og yfir 40% af skotum að marki. Sölvi Ólafsson í marki Selfoss hafði varið fleiri skot og hærra hlutfall skota en Ágúst Elí Björgvinsson sem hafði varið 40% skota.

Arnar Freyr Ársælsson skoar eitt marka sinna

FH hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og Ágúst Elí varði eins og berserkur í markinu. FH náði aftur 5 marka forskoti rétt fyrir miðjan hálfleikinn en þá hafði Ágúst Elí varið 16 skot.

En Selfyssingar gáfust ekki upp og héldu spennu í leiknum og á 49. mínútu minnkuðu þeir muninn í 2 mörk eftir að Gísli Þorgeir hafði tapað boltanum. Það var auðvelt mark hjá Selfyssingum í autt mark FH-inga. Ekki furða að FH-ingar tækju þá leikhlé. Það gerði þó lítið því FH átti misheppnað skot og Selfyssingar minnkuðu muninn í eitt mark þegar 10 mínútur voru eftir.

Spennan var gífurleg en FH-ingar voru sterkir, Ásbjörn Friðriksson skoraði af öryggi úr tveimur vítum og liðið náði aftur 3ja marka forystu þegar þrjár mínútur voru eftir. Enn minnkaði Selfoss muninn og FH tók leikhlé þegar um mínúta var eftir.

FH skoraði svo og staðan 25-28 en Selfoss minnkaði muninn í 2 mörk en lengra komust Selfyssingar ekki og FH sigraði 29-26!

Leika þeir við ÍBV til úrslita og verður fyrsti leikurinn í Vestmannaeyjum á laugardaginn.

Mörk FH-inga skoruðu:

Ásbjörn Friðriksson 6/2
Óðinn Þór Ríkharðsson  6
Arnar Freyr Ársælsson 6
Gísli Þorgeir Kristjánsson 4
Einar Rafn Eiðsson 3
Jóhann Karl Reynisson 2
Ágúst Birgisson 2

Markvarsla

Ágúst Elí Björgvinsson 18, 41%

Hjá Selfyssingum var Einar Sverrisson markahæstur með 8 mörk og Elvar Örn Jónsson með 7 mörk. Sölvi Ólafson varði 18 skot í markinu.

Myndir

MYNDIR frá leiknum má sjá hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2