Karlalið FH og Hauka mætast í kvöld í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ sem kennd er við Coca Cola.
Leikið verður í Kaplakrika kl. 20.30 en leikurinn verður einnig sýndur á RÚV2.
Það er svolítil synd að liðin mætist svona snemma í bikarkeppninni því eðlilega mun annað liðið falla úr keppni eftir leikinn í kvöld.
Liðin mættust síðast í Hafnarfjarðarmótinu 28. ágúst sl. þar sem FH lagði Hauka 28-25. Í þremur leikjum liðanna á mótinu unnu FH alla sína leiki en Haukar tvo. Liðin skoruðu þó jafnmörg mörk, 92, en FH fékk á sig 79 mörk en Haukar 87.
Það stefnir því í spennandi leik eins og langoftast þegar þessi lið mætast.
Kvennaliðin keppa á morgun og mánudag
Kvennalið Hauka sækir ÍR heima á morgun, föstudag kl. 19.30 í Austubergi. Bæði liðin leika í Úrvalsdeild.
FH mætir Selfossi á Selfossi á mánudaginn kl. 20.30. Bæði liðin leika í 1. deild.