Handknattleiksdeild FH samdi sl. sumar við sænska leikstjórnandann Zöndru Jarvin til næstu tveggja ára og gerðu miklar væntingar við hana.
Í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar upplýsti Zandra að FH hafi rift samningi hennar við félagið. Sagði hún ástæðu FH hafi verið að félagið hafi þurft að greiða hærri uppeldisbætur vegna félagaskiptanna en áætlað hafi verið. Sagðist hún telja að uppeldisbæturnar væru um 8.000 € eða um 1,3 millj. íslenskra króna.
Var hún óhress með ófagleg vinnubrögð stjórnar handknattleiksdeildarinnar en bar þjálfara og liðsfélögum sínum vel söguna í viðtalinu.
Hlusta má á þáttinn hér.