fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFyrsti leikur FH og Aftureldingar í Kaplakrika í kvöld

Fyrsti leikur FH og Aftureldingar í Kaplakrika í kvöld

Deildarmeistarar FH mæta silfurliði Íslandsmótsins í fyrra

FH tekur á móti liði Aftureldingar í fyrsta leiknum í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta karla í Kaplakrika í kvöld kl. 20.

 

Einar Andri, þjálfari Aftureldingar

Afturelding með FH-inginn Einar Andra Einarsson sem þjálfara tapaði fyrir Haukum í úrslitum Íslandsmótsins í fyrra. Það var á miklu flugi fyrir áramót og margt benti til þess að liðið yrði deildarmeistari en hnökrar hafa verið á liðinu eftir áramót þó liðið sé til alls líklegt.

Sem fyrr segir var FH efst í deildinni með 37 stig en Afturelding hafnaði í 4. sæti með 30 stig.

Afturelding sigraði FH með einu marki í september en liðin skilu jöfn í desember. FH sigraði hins vegar Aftureldingu með 4 mörkum í síðasta mánuði.

Í úrslitakeppninni sló FH út lið Gróttu í tveimur viðureignum gegn engri en Afturelding sló út Selfoss, einnig í tveimur viðureignum.

Það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum leikur til úrslita gegn Fram eða Val.

Þátttaka Vals í Evrópukeppni setur strik í reikninginn og verður úrslitaviðureignin leikin 12.- 22. maí.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2