fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirHandboltiHafnarfjarðarliðin ÍH og Haukar mætast í 16 liða úrslitum í handbolta

Hafnarfjarðarliðin ÍH og Haukar mætast í 16 liða úrslitum í handbolta

Hafnarfjarðarliðin ÍH og Haukar mætast í handbolta í Kaplakrika á laugardaginn kl. 16.

ÍH leikur í 2. deildinni, sem í raun er 3. deild og mætir úrvalsdeildarliði Hauka í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla en Haukar eru í 5. sæti í úrvalsdeildinni en ÍH er á toppi 2. deildar.

Það er sannkölluð hátíð hjá ÍH mönnum að mæta Haukum en bæði liðin voru meðal þeirra 11 liða sem sátu hjá í 32 liða úrslitum sem aðeins 8 lið spiluðu í.

ÍH-ingar bjóða upp á hamborgara, skemmtiatriði og ljósasýningu í Kaplakrika en það verða þeir Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason sem koma inn í þjálfarateymi ÍH og sýra þessum leik.

Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason

Hvetja þeir bæjarbúa til að mæta snemma og komast í góða stemmingu fyrir leikinn.

ÍH hefur fengið til sín fjölmarga leikmenn, ekki síst frá FH, meðal annars Jóhann Birgir Ingvarsson, Kristján Rafn Oddson, Ari Magnús Þorgeirsson, Róbert Karl Segatta og Veigar Snær Sigurðsson. Þá leikur Arnar Freyr Ársælsson sem lék með Stjörnunni gengið til liðs við ÍH og hefur skorað fjölmörg mörk og einnig hafa þeir Viðar Logi Pétursson og Þórarinn Þórarinsson skipt úr Haukum í Íþróttafélag Hafnarfjarðar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2