Leikir í efstu deild í handbolta hófst á ný 16. janúar sl. þar sem HK sigraði FH 33-21 í úrvalsdeild kvenna og Haukar töpuðu fyrir KA/Þór 20-21 í sömu deild. Leikið er án áhorfenda en suma leikina má sjá á rásum félaganna.
FH tapaði öðrum leik sínum stórt, nú fyrir Val 15-37 og í gær gegn Fram 20-41.
Haukar unnu hins vegar í gær HK, 27-21
Næstu leikir í úrvalsdeild kvenna:
- Fimmtudag: Stjarnan – Haukar
- Laugardag: FH – ÍBV
FH sigraði Gróttu örugglega í fyrsta leik í karladeildinni

Grótta heimsótti FH í Kaplakrika í dag og mættu þar ofjörlum sínum. Skemmst er frá því að segja að FH sigraði örugglega 31-22 en hafði náð mest 13 marka mun í miðjum síðari hálfleik.

Markahæstir voru Ásbjörn Friðriksson með 8 mörk og Birgir Már Birgisson með 5. Hvorugur þeirra spiluðu mikið í seinni hálfleik og skoruðu 12 leikmenn FH mark í leiknum. Til gamans má geta að markmaður FH Phil Döhler skoraði 2 mörk.

Næstu leikir í úrvalsdeild karla:
- Miðvikudag: Stjarnan – FH
- Laugardag: Haukar – Þór Ak.