fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimÍþróttirHandboltiHaukar á toppnum en ráða ekkert við FH

Haukar á toppnum en ráða ekkert við FH

Haukar áfram á toppnum í úrvalsdeild karla í handbolta

Haukar höfðu aðeins tapað einum leik í úrvalsdeild karla þegar kom að viðureign bæjarfélaganna FH og Hauka en leikið var í Kaplakrika kl. 20 sl. laugardagskvöld.

Um 1.240 áhorfendur lögðu leið í sína í Kaplakrika til að fylgjast með leiknum en um 1.000 manns hefðu getað verið í Kaplakrika til viðbótar.

Haukar höfðu aðeins tapað fyrir Stjörnunni í desember, 24-31 og gert þrjú jafntefli, við ÍBV, ÍR og FH en Haukar höfðu ekki unnið FH síðan í september 2016.

Það átti ekki fyrir Haukum að rjúfa sigurgöngu FH því FH-ingar voru sterkari í leiknum og leiddu 16-15 í hálfleik. Síðan tók við sterkur kafli hjá FH og komst liðið í 7 marka forskot 23-16 en Haukar klóruðu í bakkann og FH sigraði með þriggja marka mun 31-28.

Ásbjörn Friðriksson skorar eitt marka sinna. Ljósmynd: J.L.Long

Phil Döhler varði 17 skot í marki FH og Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með  6 mörk en þeir Ásbjörn Friðriksson, Jóhann Birgir Ingvarsson og Egill Magnússon skoruðu 5 mörk hver.

Hjá Haukum var Orri Freyr Þorkelsson markahæstur með 8 mörk, Tjörvi Þorgeirsson skoraði 5 mörk og Adam Haukur Baumruk, Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Vignir Svavarsson skoruðu 4 mörk hver.

FH færði sig upp í 5. sæti með 20 stig en Haukar eru áfram á toppnum með 25 stig þegar 16 umferðir eru eftir af 22.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2