Haukar og FH mættust í toppslag Olís deildar karla í handbolta í kvöld á Ásvöllu. Fyrir leikin voru Haukar 7 stigum ríkari en FH og eiga þó einn leik til góða. Haukar gátu því með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn.

Einar Rafn skoraði fyrsta mark leiksins og kom því FH yfir. Haukar voru þó ekki lengi að ná forustynni en FH-ingar jöfnuðu jafnann fram að 20. mínútu þegar Haukamenn spýttu í lófana og Björgvin Páll varði hvert skotið eftir annað. Haukar náðu á þessum 10 mínútum í fyrri hálfleik 7-2 kafla og var því staðan 17-12 þegar flautað var til hálfleiks, heimamönnum í vil.

Haukar juku forustuna og komust mest í 12 marka forystu, 33-21 en leiknum lauk með átta marka sigri Hauka, 34-26 og Haukar eru því deildarmeistarar í úrvalsdeildinni í handbolta 2021.
Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Stefán Rafn Sigurmannsson voru makahæstir hjá Haukum með fimm mörk hvor og Björgvin Páll Gústavsson varði mjög vel í marki Hauka og varði 16 skot.

Haukar voru sannarlega í miklu stuði í kvöld og var mörkunum bróðurlega skipt á milli leikmanna í frábærri liðsframmistöðu. Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Stefán Rafn Sigurmannsson skoruðu báðir fimm mörk, Tjörvi Þorgeirsson fjögur og fjórir leikmenn skoruðu þrjú mörk.

Björgvin Páll Gústavsson fór svo á kostum í marki Hauka og varði 16 skot, og var með rétt rúmlega 42 prósent markvörslu.

Glæsileg frammistaða hjá Haukunum!
Ljósmyndir: Fjarðarfréttir/Vignir Guðnason