fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHandboltiHaukar lögðu ÍBV í kaflaskiptum leik

Haukar lögðu ÍBV í kaflaskiptum leik

Björgvin Páll Gústafsson varði 22 skot

Haukar og ÍBV mættust í annarri umferð Íslandsmótsins í handbolta í kvöld á Ásvöllum.

Bæði liðin höfðu unnið sinn leik í fyrstu umferð en það var ÍBV sem fór betur af stað og skoruðu 5 mörk áður en Haukar næðu að svara fyrir sig. Náðu þeir að jafna í 6-6 og jafnt var á öllum tölum og var staðan 12-12 í hálfleik.

Haukar komu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og leikmenn ÍBV áttu erfitt með að komast í gegnum sterka vörn ÍBV. Tækist það var viðbúið að Björgvin Páll Gústafsson markvörður verði boltann en hann varði alls 22 skot í leiknum.

Náðu Haukar 8 marka forskoti en þegar ungur varamarkmaður var settur í markið náði ÍBV að svara fyrir sig og leiknum lauk með 6 marka sigri Hauka, 29-23.

Markahæstur í liði Hauka var Daníel Þór Ingason með 8 mörk og Hákon Daði Styrmisson með 5 mörk.

Hjá ÍBV var Róbert Aron Hostert markahæstur með 7 mörk. Sigurbergur Sveinsson náði sér ekki á strik og skoraði aðeins 1 mark gegn sínum fyrri liðsfélögum.

Áhorfendur voru 789.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2