fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHandboltiHaukar mæta ÍBV og KA/Þór í bikarundanúrslitum karla og kvenna í handbolta

Haukar mæta ÍBV og KA/Þór í bikarundanúrslitum karla og kvenna í handbolta

Leikið 4. og 5. mars

Dregið var í hádeginu í dag um það hvaða lið mætast í undanúrslitum bikarkeppni karla og kvenna í handbolta, Coca Cola bikarnum.

Stórliðin í kvennaboltanum, Valur og Fram mætast en Fram er á toppi úrvalsdeildar með 28 stig og Valur í öðru sæti með 25, átta stigum á undan næsta liði.

Kvennalið Hauka mæta KA/Þór

Haukar mæta KA/Þór en liðin eru jöfn í 5.-6. sæti með 12 stig. KA/Þór sigraði í fyrstu viðureign liðanna í október á Ásvöllum, 25-23 en Haukar unnu síðustu viðureign liðanna í desember 27-21 á Akureyri. Liðin mætast aftur á Ásvöllum 29. febrúar.

Leikur liðanna verður fimmtudaginn 5. mars kl. 18 í Laugardalshöll.

Karlalið Hauka mætir ÍBV

Topplið Hauka mætir ÍBV sem situr í 7. sæti í úrvalsdeildinni með 20 stig, 5 stigum á eftir Haukum.

Jafntefli var í fyrri viðureign liðanna í lok október á Ásvöllum 28-28 en seinni viðureign liðanna er 16 febrúar í Vestmannaeyjum.

Leikur liðanna verður miðvikudaginn 4. mars kl. 18.

Í hinum undanúrslitaleiknum leiða saman hesta sína Afturelding og Fram. Afturelding er í 3. sæti í úrvalsdeildinni með 23 stig en Fram er í 9. sæti með 12 stig og hefur ekki unnið leik síðan 8. október.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2