fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirHandboltiHaukar sigruðu í fyrsta leik Hafnarfjarðarmótsins

Haukar sigruðu í fyrsta leik Hafnarfjarðarmótsins

FH mætir Selfossi kl. 20

Hafnarfjarðarmótið í handbolta karla hófst í dag með leik Hauka gegn Val þar sem Haukar höfðu betur í miklum markaleik.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og skiptust liðin á að hafa forystu. Valsmenn misstu Ýmir Örn af velli með rautt spjald um miðjan hálfleikinn og Haukar fóru með eins marks forskot í búningsklefann, 16-15.

Haukar skoruðu fyrstu 3 mörk seinni hálfleiks. Valsmenn náðu síðan tökum á leiknum og komust yfir í stöðunni 21-20. Haukar náðu síðan aftur yfirhöndinni í leiknum  þar sem þeir komust yfir í stöðunni 25-24 og bættu síðan við forskotið í framhaldinu og náðu mest 5 marka forystu, 32-27. Leiknum lauk síðan með fjögurra marka sigri Hauka, 35-31.

Mörk Hauka:

  • Atli Már Báruson:  9
  • Heimir Óli Heimisson: 7
  • Daníel Þór Ingason: 5
  • Ásgeir Örn Hallgrímsson: 4
  • Adam Haukur Baumruk: 4
  • Halldór Ingi Jónasson: 3
  • Einar Pétur Pétursson: 3

Mörk vals

  • Agnar Smári Jónsson: 7
  • Magnús Óli Magnússon: 6
  • Róbert Aron Hostert: 5
  • Úlfar Þórðarson: 5
  • Sveinn Aron Sveinsson: 4
  • Anton Rúnarsson: 1
  • Ýmir Örn Gíslason: 1
  • Alexander Örn Júlússon: 1
  • Daníel Freyr Andrésson: 1

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2