Íslandsmeistaradraumur Hauka í handknattleik karla var slökktur af gríðarlega öflugu liði Selfoss rétt í þessum sem tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil liðsins á heimavelli eftir að hafa hreinlega valtað yfir lið Hauka.
Haukar byrjuðu leikinn betur en Selfoss jafnaði fljótlega og komust yfir og var liðið komið með 5 marka forskot í hálfleik.
Seinni hálfleikur var hrein einstefna hjá Selfossi sem komst mest í 11 marka forskot þegar 11 mínútur voru til leiksloka.
Haukar náðu aðeins að klóra í bakkann en sigur Selfoss var aldrei í hættu og gríðarleg gleði braust út á Selfossi þegar sigurinn var í höfn enda merk tímamót hjá félaginu.
Þeir sem vonuðust eftir hreinum úrslitaleik á Ásvöllum á föstudag hafa því orðið fyrir miklum vonbrigðum en jafnvel Selfyssingar höfðu óskað sér þá stöðu enda komast mun fleiri áhorfendur að á Ásvöllum en á Selfossi en íþróttahús Fjölbrautarskólans á Suðurlandi tekur aðeins um 700 áhorfendur.
Leiknum lauk svo með 35-25 sigri Selfoss.
Mörk Hauka skoruðu:
- Ásgeir Örn Hallgrímsson 6
- Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4
- Einar Pétur Pétursson 3
- Tjörvi Þorgeirsson 3
- Heimir Óli Heimisson 2
- Daníel Þór Ingason 2
- Halldór Ingi Jónasson 2
- Orri Freyr Þorkelsson 1
- Adam Haukur Baumruk 1
- Grétar Ari Guðjónsson 1
Grétar ARi Guðjónsson varði 11 skot í marki Hauka
Mörk Selfoss
- Elvar Örn Jónsson 11
- Alexander Már Egan 5
- Atli Ævar Ingólfsson 4
- Árni Steinn Steinþórsson 4
- Haukur Þrastarson 4
- Guðni Ingvarsson 3
- Guðjón Baldur Ómarsson 2
- Nökkvi Dan Elliðason 1
- Sverrir Pálsson 1
Sölvi Ólafsson varði 15 skot í marki Selfoss