fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimÍþróttirHandboltiJafntefli í æsispennandi Hafnarfjarðarslag

Jafntefli í æsispennandi Hafnarfjarðarslag

FH-ingar sekúndu of seinir að skora sigurmarkið

Haukar og FH mættust í kvöld á Ásvöllum í fyrstu umferð Íslandsmótsins í handknattleik karla. Góð stemmning var í höllinni en um 1.100 áhorfendur horfðu á leikinn. Haukar byrjuðu vel og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleik og náðu mest 5 marka forskoti. FH-ingar voru ekki á þeim buxunum að tapa fyrir Haukum á Ásvöllum sem ekki hafði unnið leik liðanna í þrjú ár á heimavelli. Haukar voru yfir í hálfleik, 16-14.

Haukar skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og komust í 3ja marka forskot en lengra hleyptu FH-ingar þeim ekki og nokkrum mínútum síðar voru þeir búnir að jafna 18-18. Eftir það var jafnt á öllum tölum en Haukar oftast skrefi á undan þó FH-ingar hafi tvisvar komist yfir, í stöðunni 21-20 og 22-21.

Síðustu 10 mínúturnar voru afar spennandi og nokkur hraði í leiknum og hart spilað. Á síðustu mínútu skoraði Jóhann Birgir Ingvarsson 9. mark sitt og jafnaði í 29-29. Haukar klúðruðu sókn sinni og FH-ingar brunuðu fram og skoruðu – en um sekúndu of seint og sanngjarnt jafntefli var staðreynd.

Atli Már Báruson var öflugastur Haukamanna með 10 mörk, Danéil Ingi Ingason skoraði 8 og aðrir minna. Grétar Ari Guðjónsson var öflugur í marki Hauka, varði um 16 skot.

Hjá FH var það fyrirliðinn Ásbjörn Friðriksson og Jóhann Birgir Ingvarsson sem skoruðu mest, 9 mörk hvor og skoraði Jóhann Birgir síðustu 4 mörk FH. Birgir Már Birgisson skoraði 5 og aðrir minna. Markmenn FH vörðu aðeins um 7 skot og munar um minna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2