Eftir að kvennalið Hauka tapaði með einu marki gegn KA/Þór á miðvikudag vonuðust Hafnarfirðingar eftir að karlalið Hauka rækju af sér slyðruorðið í úrvalsdeildinni og leggðu ÍBV í undanúrslitum í bikarkeppni HSÍ í handbolta.
Jafnræði var með liðunum framan af en í lok fyrri hálfleiks náðu Eyjamenn að síga fram úr og voru yfir 14-11 í leikhléi.
Haukar minnkuðu svo fljótlega í fyrri hálfleik í 14-15 en þá kom þriggja marka kafli hjá ÍBV. Þá kom góður kafli hjá Haukum og jöfnuðu þeir í 18-18 og leikurinn í járnum en ÍBV var yfir 23-20 þegar um 10 mínútur voru eftir. Haukar jöfnuðu aftur þegar um 4 mínútur voru eftir en eftir það var ÍBV alltaf skrefi á undan og voru yfir 27-25 þegar mínúta var eftir. Haukar minnkuðu muninn úr víti en lengra komust þeir ekki og ÍBV sigraði 27-26.
Mætir ÍBV Stjörnunni í úrslitaleik en Stjarnan sigraði Aftureldingu í hinum úrslitaleiknum 22-21 í hinum undanúrslitaleiknum.