fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirHandboltiNýr þjálfari, nýir búningar og nýr leikmaður hjá FH

Nýr þjálfari, nýir búningar og nýr leikmaður hjá FH

FH fær stórskyttuna Egil Magnússon frá Stjörnunni

Handknattleiksdeild FH kynnti til sögunnar nýjan leikmann í karlaliði félagsins á blaðamannafundi í gær. Þetta er Egill Magnússon, 23 ára leikmaður úr Stjörnunni sem samið hefur við FH til næstu þriggja ára. Egill er skytta og skoraði 110 mörk í 17 leikjum með stjörnunni í vetur og FH-ingar vænta mikils af honum. Sagði Ásgeir Jónsson formaður deildarinnar samningurinn við Egil væri fyrsti af fleirum sem félagið ætlar að semja við fyrir næsta tímabil. „Við ætlum að styrkja breiddina í hópnum og við ætlum okkur áframhaldandi árangur og velgengni næstu árin,“ sagði Ásgeir.

Nýlega framlengdi Einar Rafn Eiðsson, sem kjörinn var íþróttamaður FH 2018, samning sinn við FH til þriggja ára og segir Ásgeir enga leikmenn vera með lausa samninga.

Nýi Puma búningurinn með aðalstyrktaraðilanum.

Nýir búningar

Kynntir voru til sögunnar nýir búningar handknattleiksdeildarinnar sem samið hefur við umboðsaðila Puma og munu allir leikmenn deildarinnar leika í búningum frá Puma.

Bose aðalstyrktaraðili

Nýr aðalstyrktaraðili liðsins var einnig kynntur, sem er Origo með vörumerkið Bose sem verður framan á búningum liðanna.

Var þessum tíðindum fagnað en miklar breytingar hafa verið hjá FH undanfarið. Skemmst er að minnast að Sigursteinn Arndal var ráðinn þjálfari karlaliðs FH og tekur hann við Halldóri J. Sigfússyni sem heldur til Barein þar sem hann aðstoðar m.a. Hafnfirðinginn Aron Kristjánsson við landsliðsþjálfun.

Frá blaðamannafundinum í dag

Jakob þjálfar kvennaliðið

Þá hefur Jakob Lárusson verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu þriggja ára en hann mun jafnframt þjálfa þriðja flokk kvenna hjá félaginu.

„Það er mjög ánægjulegt fyrir FH að fá Jakob til starfa, gríðarlega metnaðarfullur þjálfari með mikla reynslu. Við fengum mjög góð meðmæli með Jakobi og hans viðhorf og sýn heillaði okkur mikið. Við FH-ingar erum virkilega ánægð með þessa ráðningu.“ sagði Ásgeir Jónsson formaður deildarinnar.

Jakob Lárusson innsiglar samninginn við Ásgeir Jónsson.

Jakob Lárusson kemur frá Val þar sem hann hefur þjálfað þriðja flokk kvenna og U-lið kvenna í 1. deildinni undafarin ár með góðum árangri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2