FH og ÍBV mættust í öðrum leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta í Kaplakrika í kvöld. ÍBV vann fyrsta leik liðanna í Eyjum, 32-26.
FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fimm marka forskoti mjög fljótt í leiknum, 6-1. Eftir leikhlé Eyjamanna svöruðu gestirnir fyrir sig og náðu að komast yfir í stöðunni 10-9. Leikurinn var mun jafnari eftir það en FH-ingar voru með tveggja marka forskot í hálfleik, 15-13. Gríðarlega stemmning var í húsinu enda hraður og skemmtilegur handbolti.
Eyjamenn skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og náðu fljótt forystunni. FH-ingar svöruðu fljótt fyrir sig og náðu forystunni aftur. Þegar fimmtán mínútur voru eftir urðu Eyjamenn þrem mönnum færri og nýttu FH-ingar sér það svo sannarlega og náðu þriggja marka forskoti áður en þriðji leikmaður ÍBV kom aftur inn á. FH var með fjögurra marka forskot þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Eyjamenn náðu mest að minnka muninn niður í tvö mörk og endaði leikurinn með þriggja marka verðskulduðum sigri FH, 28-25.
FH hefur nú jafnað stöðuna í einvíginu 1-1 og fer næstu leikur fram í Eyjum á fimmtudaginn.