Handknattleiksdeild FH hefur sendt frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt er að FH hafi neyðst til að draga lið sitt úr Evrópukeppninni í handbolta.
Handknattleiksdeild FH og HC Robe Zubri frá Tékklandi hafa undanfarna viku verið í daglegum samskiptum vegna fyrirhugaðra leikja liðanna í Evrópukeppninni í handknattleik. Hafa félögin tvö í samráði við Handknattleikssamband Íslands, Handknattleikssamband Tékklands og Evrópska handknattleikssambandiða lagt mikla vinnu í að reyna að ná samkomulagi án árangurs.
„Því miður hafa strangar sóttvarnarreglur á Íslandi undanfarna mánuði, æfinga og keppnisbann, og gríðarlegar kröfur yfirvalda á keppnislið sem koma til landsins, verið okkur íþyngjandi, og í raun gert okkur ókleift að leika á Íslandi. Reglugerð á landamærum Íslands sem kveður á um sóttkví við heimkomu FH liðsins frá Tékklandi er einnig með þeim hætti að ótækt er að taka þátt,” segir í tilkynningu frá FH.