fbpx
Miðvikudagur, ágúst 14, 2024
HeimÍþróttirHandboltiStórtap FH gegn Selfyssingum

Stórtap FH gegn Selfyssingum

Haukar áfram eftir stórsigur á Gróttu

Selfoss hafði betur gegn FH í 16-liða úrslitum Coca Cola bikars kvenna og er FH því dottið úr leik í bikarnum. Næsti leikur FH er gegn HK-u 30. nóvember.

Selfoss voru sterkari aðili fyrri hálfleiks og voru mest 4 mörkum yfir. Staðan í hálfleik 9-13. Nokkur mörk Selfyssinga komu í tómt mark FH-inga er þær voru manni færri.

Seinni hálfleikur byrjaði ansi illa hjá FH-ingum og væru þær komnar 9 mörkum undir eftir aðeins 6 mínútur, 9-18. FH-ingar sáu aldrei til sólar í síðari hálfleik og endaði leikurinn með 13 marka sigri Selfoss, 17-30.

Haukar í 8 liða úrslit

Haukar sóttu fyrstu deildarlið Gróttu heim og eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, setti liðið í fluggírinn og sigraði með 9 marka mun 31-22.

Mörk FH:
Hildur Guðjónsdóttir – 4 mörk
Thelma Dögg Einarsóttir – 3 mörk
Emma Havin Sardardóttir – 3 mörk
Ivana Meincke – 2 mörk
Ragnhildur Edda Þórðardóttir – 2 mörk
Eva Gísladóttir – 1 mark
Karen Hrund Logadóttir – 1 mark
Valgerður Ósk Valsdóttir – 1 mark

Mörk Selfoss:
Katla María Magnúsdóttir – 8 mörk
Roberta Strope Ivanauskaité – 5 mörk
Rakel Guðjónsdóttir – 3 mörk
Ásdís Þóra Ágústsdóttir – 3 mörk
Hulda Hrönn Bragadóttir – 3 mörk
Inga Sól Björnsdóttir – 2 mörk
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir – 2 mörk
Tinna Sigurrós Traustadóttir – 2 mörk
Kristín Una Hólmarsdóttir – 1 mark
Adela Eyrún Jóhannsdóttir – 1 mark

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2