fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirÞjálfari Hauka aðstoðarþjálfari karlalandliðsins í handbolta

Þjálfari Hauka aðstoðarþjálfari karlalandliðsins í handbolta

Einar Andri Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari U-21

Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið tvo þjálfara í annars vel skipaðan þjálfarahóp sambandsins. Gunnar Magnússon hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri landsliða.

Gunnar er öllu handknattleiksáhugafólki kunnugur enda hefur hann náð framúrskarandi árangri með félagsliðum sínum í gegnum árin. Gunnar er starfandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Haukum sem og að vera aðstoðarþjálfari A-liðs karla.

Einar Andri, þjálfari Aftureldingar

Einar Andri Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari U-21 árs og B landsliðs karla auk þess að koma inn í þjálfarateymi A landsliðs karla. Einar hefur náð eftirtektaverðum árangri sem þjálfari meistarflokks FH á árum áður og einnig sem núverandi þjálfara meistaraflokks Aftureldingar.

HSÍ býður þá Gunnar og Einar Andra hjartanlega velkomna til starfa og hlakkar til að vinna náið með þeim í framtíðinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2