fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHandboltiValsmenn höfðu betur gegn FH

Valsmenn höfðu betur gegn FH

FH og Valur mættust í þriðja leik Hafnarfjarðarmótsins í handbolta í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var jafn, bæði lið skiptust á forystunni en Valsmenn voru með eins marks forskot eftir hálfleikinn.

Seinni hálfleikurinn byrjaði jafn en um miðjan hálfleikinn voru Valsmenn komnir með þriggja marka forskot. Valsmenn voru síðan komnir með 6 marka forskot er um fimm mínútur voru eftir. FH náði mest að minnka muninn niður í þrjú mörk og lauk leiknum með fjögurra marka sigri Valsmanna, 31:35.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8, Birgir Már Birgisson 5, Ágúst Birgisson 4, Jóhann Birgir Ingvarsson 4, Einar Rafn Eiðsson, Einar Örn Sindrason og Arnar Freyr Ársælsson 3 mörk hver.

www.hsi.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2