Rúmlega 100 manna hópur frá Hlaupahópi FH hélt í síðustu viku til Omegna við Lago d‘Orta vatnið í NV-Ítalíu. 83 hlauparar tók þar þátt í miklu fjallahlaupi sem þeir hafa undirbúið sig fyrir síðustu mánuðina. Þrautreyndur hlaupari og landsliðsfyrirliði í utanvegahlaupum, Friðleifur Friðleifsson var aðalþjálfari hópsins fyrir þetta hlaup.
Erfiðar aðstæður
Gríðarlega mikil rigning var búin að vera á svæðinu og hafði það veruleg áhrif á hlaupið. Leiðin var á köflum eitt drullusvað og það voru skítugir hlauparar sem komu í mark.
Gríðarleg ánægja var meðal hafnfirska hópsins með hlaupið. Allir sem lögðu af stað komust í mark og allir komu því sem næst óslasaðir út úr byltunum. Hlaupaleiðin hjá öllum var mjög fögur og hrikaleg þó útsýnið hafi ekki verið mikið.
Hlaupið er um mikið brattlendi, sérstaklega í lengri hlaupunum og slóðin oft erfið yfirferðar og á stundum varasamar aðstæður. Þeir sem hlupu 100 km og flestir sem hlupu 60 km hlupu um tíma í myrkri og rigningu en höfuðljós og vel merkt hlaupaleið varð til þess að enginn villtist verulega af leið ef frá er talinn einn hlaupari í hópnum sem missti af um 9 km krók eftir um 80 km hlaup. Var það að vonum verulega svekkjandi enda var hlauparinn í mjög góðu formi í lok hlaupsins.
Hér að neðan má sjá myndband sem gert var í 17 km hlaupinu
Sex Íslendingar í 100 km hlaupi
Lengsta hlaupið sem Íslendingarnir tóku þátt í var 100 km hlaup þar sem heildarhækkun á hlaupaleiðinni er samtals 6.210 metrar og jafnmargir metrar niður en hæsti tindur sem farið er á er 1.640 m Hlaupið varð reyndar aðeins styttra þar sem leiðinni var breytt á síðustu stundu vegna vatnavaxta.
Fjórar konur og tveir karlar úr Hlaupahópi FH tóku þátt í þessu mikla hlaupi en aðeins einn þeirra hafði hlaupið svona langt áður. Yngsti hlauparinn er 28 ára en sá elsti er 54.
Alls héldu 326 af stað en 269 luku hlaupinu.
Svona hlaup er gríðarleg þrekraun, bæði líkamlega og ekki síður andlega en fyrstur í mark af hlaupahópnum var Viggó Ingason sem lauk hlaupinu á 17:42,01 klst. og varð 59. í hlaupinu. Síðasti keppandinn kom í mark á rúmum 32 klst.
Röð Íslendinganna í 100 km hlaupinu
Röð | Röð kyn | Keppandi 100 km | Tími | Kyn | F.ár | Nr. |
---|---|---|---|---|---|---|
59 | 52 | Viggó Ingason | 17:42:01 | M | 1983 | 535 |
92 | 15 | Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir | 18:36:32 | F | 1965 | 543 |
114 | Brynja Hlíf Baldursdóttir* | 19:15:00* | F | 1967 | 705 | |
173 | 30 | Ásta Björk Guðmundsdóttir | 21:01:40 | F | 1991 | 660 |
175 | 145 | Svanur Þór Karlsson | 21:01:57 | M | 1970 | 542 |
221 | 37 | Anna Sigríður Arnarsdóttir | 23:10:07 | F | 1974 | 534 |
*Brynja missti af um 9 km leið undir lokin og kom í mark á 17:11,59 klst. Mótstjórn ákvað að skrá áætlaðan tíma hennar 19:15,00 klst. og raðaði henni í sæti.
Tólf tóku þátt í 60 km hlaupi
12 Íslendingar tóku þátt í 60 km hlaupinu, sjö karlar og fimm konur, yngsti hlauparinn var 26 ára og sá elsti 62 ára.
Alls hlupu 539 hlauparar frá 29 þjóðum af stað en 431 lauk hlaupinu.
Heildarhækkun í þessu hlaupi er samtals 3.330 m en hæst er farið 1.640 m hæð eins og hjá 100 m hlaupurunum. Enginn þessara hlaupara hafði áður hlaupið alveg svona langt en allir höfðu hlaupið Laugaveginn sem er 53 km en mun minni heildarhækkun.
Fyrstur Íslendinga í mark var Hlynur Guðmundsson á 7:02,05 klst. og varð hann 10. í hlaupinu og 6. karla en sigurvegarinn kom í mark á 5:56,27 klst. Síðastur í mark kom eftir 18:12 klst.
Röð Íslendinganna í 60 km hlaupinu
Röð | Röð kyn | Keppandi 60 km | Kyn | F.ár | Nr. | Tími |
---|---|---|---|---|---|---|
10 | 9 | Hlynur Guðmundssn | M | 1972 | 1280 | 7:02:05 |
83 | 74 | Tómas Beck | M | 1980 | 1024 | 9:10:24 |
240 | 203 | Björn Guðmundsson | M | 1975 | 1100 | 10:55:00 |
241 | 204 | Daníel Gunnars Jónsson | M | 1980 | 1208 | 10:55:01 |
257 | 219 | Guðni Gíslason | M | 1957 | 1065 | 11:07:36 |
296 | 254 | Sveinbjörn Sigurðsson | M | 1965 | 1069 | 11:47:26 |
297 | 43 | Þorbjörg Ósk Pétursdóttir | F | 1969 | 1062 | 11:47:26 |
298 | 44 | Valgerður Rúnarsdóttir | F | 1964 | 1081 | 11:47:26 |
299 | 45 | Sigríður Sara Sigurðardóttir | F | 1968 | 1371 | 11:47:27 |
300 | 255 | Gísli Ágúst Guðmundsson | M | 1960 | 1066 | 11:47:27 |
341 | 59 | Matthildur Rúnarsdóttir | F | 1972 | 1085 | 12:37:13 |
344 | 60 | Arndís Eva Finnsdóttir | F | 1993 | 1193 | 12:42:42 |
36 tóku þátt í 34 km hlaupi
Íslendingarnir sem hlupu 34 km hlaup voru samtals 36 en alls héldu 572 af stað í hlaupið og 495 luku því.
Heildarhækkun í þessu hlaupi var 2.200 m en hæsti tindurinn sem farið var á er 1.640 m.
Fyrstur Íslendinga í mark var Grétar Snorrason á 4:19,25 klst. sem varð í 29. sæti í heild og 28. sæti karla. Sigurvegarinn kom í mark á 3:14,38 klst.
Röð Íslendinganna í 34 km hlaupinu
Röð | Röð kyn | Keppandi 34 km | Kyn | F.ár | Nr. | Tími |
---|---|---|---|---|---|---|
29 | 28 | Grétar Snorrason | M | 1981 | 2124 | 4:19:25 |
50 | 47 | Víðir Magnússon | M | 1964 | 2024 | 4:39:25 |
73 | 66 | Sigurjón Sigurbjörnsson | M | 1955 | 2078 | 4:52:51 |
210 | 28 | Þóra Gísladóttir | F | 1977 | 2125 | 5:38:23 |
211 | 183 | Einar Karl Þórhallsson | M | 1980 | 2119 | 5:38:23 |
214 | 186 | Veigur Sveinsson | M | 1973 | 2112 | 5:39:39 |
223 | 194 | Egill Guðmundsson | M | 1953 | 2031 | 5:43:20 |
250 | 219 | Sigurður Guðni Ísólfsson | M | 1968 | 2576 | 5:53:31 |
251 | 220 | Ingvar Stefansson | M | 1968 | 2165 | 5:53:31 |
349 | 51 | Kristíanna Jessen | F | 1975 | 2491 | 6:33:10 |
353 | 54 | Margrét Jóhannsdóttir | F | 1963 | 2108 | 6:33:17 |
357 | 302 | Helgi Harðarson | M | 1961 | 2086 | 6:35:10 |
370 | 60 | Guðrún Reynisdóttir | F | 1962 | 2155 | 6:39:44 |
374 | 313 | Örn Johnsen | M | 1965 | 2057 | 6:40:31 |
385 | 320 | Þórarinn Böðvar Þórarinsson | M | 1975 | 2120 | 6:46:49 |
389 | 68 | Jónína Kristín Ólafsdóttir | F | 1957 | 2232 | 6:48:42 |
419 | 80 | Harpa Hrönn Grétarsdóttir | F | 1974 | 2088 | 6:59:05 |
420 | 81 | Berglind Hallgeirsdóttir | F | 1979 | 2140 | 6:59:05 |
421 | 82 | Berglind Arnarsdóttir | F | 1981 | 2066 | 6:59:05 |
431 | 345 | Hannes Jón Marteinsson | M | 1974 | 2087 | 7:07:27 |
436 | 88 | Kristina Andersson | F | 1961 | 2032 | 7:15:43 |
439 | 89 | Birna Björk Árnadóttir | F | 1970 | 2059 | 7:19:33 |
440 | 90 | Valgerður Ágústsdóttir | F | 1973 | 2012 | 7:19:34 |
441 | 91 | Inga Eiríksdóttir | F | 1964 | 2121 | 7:19:34 |
442 | 92 | Bjarney Ólöf Gunnarsdóttir | F | 1969 | 2027 | 7:20:11 |
447 | 93 | Ragnhildur Aðalsteinsdóttir | F | 1975 | 2077 | 7:24:09 |
448 | 94 | Arna Friðriksdóttir | F | 1976 | 2076 | 7:24:09 |
449 | 355 | Jón Tryggvi Þórsson | M | 1963 | 2487 | 7:24:14 |
450 | 95 | Þóra Bjarndís Þorbergsdóttir | F | 1965 | 2485 | 7:24:16 |
451 | 96 | Ingibjörg Þorbergsdóttir | F | 1963 | 2096 | 7:24:34 |
452 | 97 | Edda Dröfn Eggertsdóttir | F | 1979 | 2094 | 7:25:46 |
454 | 98 | Auður Þorkelsdóttir | F | 1965 | 2072 | 7:26:29 |
461 | 99 | Þórdís Halldórsdóttir | F | 1977 | 2103 | 7:35:22 |
462 | 363 | Guðbjartur Magnússon | M | 1977 | 2104 | 7:35:23 |
472 | 368 | Jóhannes Ævarsson | M | 1973 | 2346 | 7:44:16 |
473 | 105 | Herdís Rúnarsdóttir | F | 1974 | 2347 | 7:44:18 |
28 tóku þátt í 17 km hlaupi
28 Íslendingar tóku þátt í 17 km hlaupi en alls tók 221 hlaupari þátt í hlaupinu og luku 216 keppni. Þá tók ein íslensk kona þátt í 17 km norrænni göngu sömu leið. Yngsti hlauparinn var 21 árs og sá elsti var 73 ára.
Heildarhækkun í 17 km hlaupinu var 680 m en hæst var farið í 680 m hæð yfir sjó en öll hlaupin hófust í um 300 m hæð yfir sjó.
Fyrstur Íslendinga í mark var Fannar Óli Friðleifsson sem kom í mark á 1:35,49 klst. og varð í 16. sæti. Sigurvegarinn kom í mark á 1:12,05 klst.
Röð Íslendinganna í 17 km hlaupinu
Röð | Röð kyn | Nafn | Kyn | F.ár | Nr. | Tími |
---|---|---|---|---|---|---|
16 | 16 | Fannar Óli Friðleifsson | M | 1998 | 3285 | 1:35:49 |
24 | 23 | Arnar Karlsson | M | 1969 | 3096 | 1:43:10 |
101 | 77 | Gústav Axel Gunnlaugsson | M | 1987 | 3227 | 2:11:14 |
116 | 88 | Kristján Ólafur Guðnason | M | 1965 | 3282 | 2:18:16 |
141 | 102 | Sveinn Kjartan Baldursson | M | 1949 | 3019 | 2:25:34 |
146 | 104 | Viktor Ólason | M | 1964 | 3058 | 2:28:47 |
152 | 106 | Guðmundur Jónsson | M | 1957 | 3144 | 2:33:06 |
163 | 54 | Þórdís Jóhannsdóttir Wathne | F | 1983 | 3114 | 2:42:40 |
167 | 58 | Helena Richter | F | 1967 | 3140 | 2:46:50 |
170 | 61 | Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir | F | 1961 | 3094 | 2:47:29 |
182 | 69 | Erla Kristinsdóttir | F | 1965 | 3155 | 2:53:50 |
189 | 115 | Sigurður Þorvaldsson | M | 1960 | 3088 | 2:56:15 |
192 | 76 | Erna Björk Hjaltadóttir | F | 1958 | 3157 | 2:57:08 |
197 | 80 | Hrefna Sif Heiðarsdóttir | F | 1972 | 3148 | 3:07:27 |
198 | 81 | Ragnheiður Jónsdóttir | F | 1963 | 3042 | 3:07:27 |
199 | 82 | Sara Finnbogadóttir | F | 1981 | 3112 | 3:07:30 |
200 | 83 | Harpa Sævarsdóttir | F | 1970 | 3048 | 3:07:31 |
201 | 84 | Kristín Valdimarsdóttir | F | 1975 | 3038 | 3:07:31 |
202 | 85 | Sigríður Lísabet Sigurðardóttir | F | 1963 | 3143 | 3:08:29 |
207 | 89 | Birgitta Baldursdóttir | F | 1961 | 3154 | 3:45:55 |
208 | 90 | Drífa Flosadóttir | F | 1972 | 3028 | 3:45:58 |
209 | 91 | Jóna SIgríður Úlfarsdóttir | F | 1960 | 3150 | 3:45:58 |
210 | 92 | Guðrún Stefánsdóttir | F | 1980 | 3097 | 3:46:01 |
211 | 119 | Jón Ómar Erlingsson | M | 1971 | 3034 | 3:51:22 |
212 | 93 | Þórhildur Höskuldsdóttir | F | 1975 | 3156 | 3:51:22 |
213 | 94 | Ída Jensdóttir | F | 1975 | 3119 | 3:51:22 |
214 | 95 | Ásta Kristjánsdóttir | F | 1971 | 3035 | 3:51:22 |
216 | 120 | Þorsteinn Ingimundarson | M | 1946 | 3037 | 3:58:38 |
Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir (1957) kom í mark í 17 km göngu á 4:19,15 klst.
Nánar má lesa um hlaupið á https://www.ultratraillo.com/