fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHlaupFjölmenni í síðasta FH-Bose hlaupi ársins í miðbæ Hafnarfjarðar

Fjölmenni í síðasta FH-Bose hlaupi ársins í miðbæ Hafnarfjarðar

Þórólfur Ingi Þórsson sigraði í karla­flokki á nýju brautarmeti 16:06 mínútum og Elín Edda Sigurðardóttir var hlutskörpust kvenna á 18:21 mínútum

359 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í síðasta FH-Bose hlaupi ársins en hlaupið var eftir strandstígnum í miðbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi.

Veðurspá hafði ekki verið góð en meðan á hlaupinu stóð var hið besta veður, næstum logn og stígarnir auðir og sólin skein svo glampaði á hafflötinn sem var með allra hæsta móti.

Gríðarleg stemmning var og tónlistin ómaði í upphafi hlaupsins sem var á strandstígnum við Rótarýskiltið gegnt íþróttahúsinu. Hlaupið var eftir strandstígnum vestur á Malir og þaðan upp Herjólfsbraut framhjá Hrafnistu og út að Norðurvangi og til baka.

Mjög vel er staðið að þessu hlaupi, brautarvarsla mjög góð, undanfarar á hjólum og hraðastjórar til að aðstoða þá sem vildu halda ákveðnum hraða.

Keppendur voru bæði æstir keppnismenn og aðrir sem bara nutu þess að hlaupa eða keppa við sjálfa sig og bæta sinn tíma frá síðasta hlaupi.

Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR sigraði í karla­flokki á nýju brautarmeti 16:06 mínútum og Elín Edda Sigurðardóttir úr ÍR var hlutskörpust kvenna á 18:21 mínútum en hún kom 9. allra í mark.

Elín Edda Sigurðardóttir sigraði í kvennaflokki og Þórólfur Ingi Þórsson sigraði í hlaupinu

Annar í mark var Maxime Sauvageon úr Hlauptu betur á 16:23 mínútum og Vilhjálmur Þór Svansson úr ÍR varð þriðji á 16:27.

Önnur kvenna og 10. í mark var Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni á 18:21 mín. og Sólrún Soffía Arnardóttur úr FH varð þriðja á 20:03 mínútum en hún varð 39. alls.

Uppgefnir tímar eru flögutímar en heildartími ræður röð.

Konur 14 ára og yngri:

  1. Dagrún Sunna Ragnarsdóttir, 2006, Ármann, 22:17
  2. Hafdís Svava Ragnheiðardóttir, 2006, Ármann, 22:16
  3. Elva Sóldís Ragnarsdóttir, 2005, Ármann, 23:00

Karlar 14 ára og yngri:

  1. Jón Arnar Daníelsson, 2005, Hlaupahópur FH, 20:30
  2. Aron Unnarsson, 2005, Breiðablik, 20:41
  3. Eggert Sigtryggsson, 2005, 21:55

Konur 15-29 ára:

  1. Sólrún Soffía Arnardóttir, 2001, FH, 20:03
  2. Anna Karen Jónsdóttir, 1998, Hlaupahópur Sigga P, 20:17
  3. Sigríður Þóra Birgisdóttir, 1991, 21:34

Karlar 15-29 ára:

  1. Valur Elli Valsson, 1998, FH, 17:22
  2. Birgir Ólafur Helgason, 1992, Ýmir, 18:06
  3. Anton Örn Helgason, 1990, 18:33

Konur 30-39 ára:

  1. Elín Edda Sigurðardóttir, 1989, ÍR, 18:19
  2. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 1988, Fjölnir, 18:21
  3. Hildur Aðalsteinsdóttir, 1983, Skokkhópur Hauka, 20:24

Karlar 30-39 ára:

  1. Maxime Sauvageon, 1985, Hlauptu betur, 16:23
  2. Vilhjálmur Þór Svansson, 1986, ÍR, 016:27
  3. Vignir Már Lýðsson, 1989, ÍR, 16:35

Konur 40-49 ára:

  1. Þóra Gísladóttir, 1977, Hlaupahópur FH, 20:52
  2. Steinunn Lilja Pétursdóttir, 1978, Hlauptu Betur, 20:55
  3. Anna Cecilia Inghammar, 1977, Ármann, 21:11

Karlar 40-49 ára:

  1. Þórólfur Ingi Þórsson, 1976, ÍR, 16:06
  2. Einar Eiríkur Hjálmarsson, 1972, Hlaupahópur FH, 17:40
  3. Börkur Þórðarson, 1978, 3N, 18:46

Konur 50-59 ára:

  1. Guðrún Harðardóttir, 1966, Valur skokk, 21:41
  2. Hlíf Brynja Baldursdóttir, 1967, Náttúruhlaup, 22:30
  3. Ólöf Sigurðardóttir, 1961, Laugaskokk, 22:59

Karlar 50-59 ára:

  1. Víðir Þór Magnússon, 1964, Hlaupahópur FH, 18:39
  2. Magnús Harðarson, 1966, 19:12
  3. Helgi Sigurðsson, 1961, Hlaupahópur Sigga P, 19:21

Konur 60 ára og eldri:

  1. Anna Björg Haukdal, 1959, Hlaupahópur Stjörnunnar, 26:10
  2. Jóna Margrét Jónsdóttir, 1958, 29:15
  3. Inger María Ágústsdóttir, 1958, Víkingur, 29:58

Karlar 60 ára og eldri:

  1. Trausti Valdimarsson, 1957, Ægir3, 20:37
  2. Guðni Gíslason, 1957, Hlaupahópur FH, 21:54
  3. Hálfdán Daðason, 1959, 21:55

Öll úrslitin má sjá hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2