fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHlaupHlauparar fylltu Ástjarnarkirkju í messu á öðrum degi jóla

Hlauparar fylltu Ástjarnarkirkju í messu á öðrum degi jóla

Snertu kirkjuhurðir á kirkjum bæjarins

Kirkjuhlaup Skokkhóps Hauka var haldið í dag. Er þetta árlegt hlaup þar sem hlaupurum víðs vegar að er boðið í samskokk á milli allra helstu kirkna bæjarins auk þess sem komið var við í Garðakirkju.

Sr. Bolli Pétur Bollason og sr. Arnór Bjarki Blomsterberg.

Hópurinn hittist í Ástjarnarkirkju þar sem jólasöngvar voru sungnir og hlustað á hugvekju sr. Bolla Péturs Bollasonar en sr. Arnór Bjarki Blomsterberg þjónaði fyrir altari. Var þetta hátíðleg stund og kirkjan troðfull.

Hópurinn var myndaður í Hafnarfjarðarkirkjugarði.

Þaðan var hlaupið saman að kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði, þar sem hópmynd var tekin og þaðan var hlaupið að Jósepskirkju og klaustrinu en hefð er fyrir því að snerta kirkjuhurðina á hverri kirkju. Þaðan var hlaupið að Fríkirkjunni og síðan að Víðistaðakirkju og þeir sem lengst fóru hlupu að Garðakirkju en á bakaleiðinni var komið að Hafnarfjarðarkirkju áður en leiðin lá aftur til baka að Ástjarnarkirkju þar sem veglegt kaffihlaðborð beið gesta og heitt súkkulaði. Eru það félagar í Skokkhópi Hauka sem koma með veitingarnar.

Veðrið var milt og fallegt og hlauparar í jólaskapi en áætlað er að um 220 hafa tekið þátt að þessu sinni.

Við Jósepskirkju
Við klaustur Karmelsystra
Við Fríkirkjuna
Við Víðistaðakirkju
Við Garðakirkju
Glæsilegar kræsingar biðu hlauparanna
Hlauparar tóku virkan þátt í helgistundinni

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2