Síðasta hlaupið af þremur í Hlauparöð FH og Bose var í gær en það er 5 km hlaup sem hlaupið er frá Rótarýskiltinu á Strandgötu og á strandstígnum upp fyrir Hrafnistu og til baka. Aðstæður voru mjög góðar, bjart og brautin góð en nokkur vindur.
Metþátttaka var í hlaupinu en alls lauk 321 hlaupandi keppni og allir komu í mark í dynjandi tónlist. Hlauparar koma víðs vegar að, keppnisfólk sem almenningur og á öllum aldri, frá 8 ára til 74 ára.
Fyrstur í mark kom Snæfellingurinn Kristinn Þór Kristinsson (29) úr Umf. Selfossi á 16:27 mínútum en Ingvar Hjartarson (24) úr Fjölni varð annar á 17:03 mínútum og þriðji varð Valur Þór Kristjánsson (38) úr ÍR á 17:18 mínútum.
Fyrst kvenna varð Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR á 19:12 mínútum. Önnur varð Verena Schnurbus úr Richa 116 á 19:49 mínútum og þriðja varð Jóna Dóra Óskarsdóttir úr Laugaskokki varð þriðja á 19:51 mínútu.
Öll úrslit má sjá hér.
Úrslit í aldursflokkum:
Röð | Nafn | F.ár | Félag | Tími |
Konur 14 ára og yngri | ||||
1 | Emilía Halldórsdóttir | 2004 | ÚÍA | 00:22:02 |
2 | Ásthildur Helgadóttir | 2006 | Ármann | 00:22:28 |
3 | Elísabet Líf A. Ólafsdóttir | 2005 | Fjölnir | 00:22:55 |
Karlar 14 ára og yngri | ||||
1 | Óskar Máni Óskarsson | 2005 | Laugaskokk | 00:20:36 |
2 | Eggert Sigtryggsson | 2005 | Hlaupahópur FH | 00:22:56 |
3 | Birkir Jósefsson Linnet | 2005 | 00:23:01 | |
Konur 15-29 ára | ||||
1 | Sólrún Soffía Arnardóttir | 2001 | FH | 00:20:26 |
2 | Gréta Rut bjarnadottir | 1994 | Hlaupahópur Sigga P | 00:21:01 |
3 | Amanda Marie Ágústsdóttir | 1990 | Priko | 00:21:08 |
Karlar 15-29 ára | ||||
1 | Kristinn Þór Kristinsson | 1989 | Umf. Selfoss | 00:16:27 |
2 | Ingvar Hjartarson | 1994 | Fjölnir/Adidas | 00:17:03 |
3 | Bjarki Freyr Rúnarsson | 1994 | 3SH | 00:17:39 |
Konur 30-39 ára | ||||
1 | Agnes Kristjánsdóttir | 1982 | ÍR | 00:19:12 |
2 | Verena Schnurbus | 1985 | Richa 116 | 00:19:49 |
3 | Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir | 1981 | ÍR skokk | 00:20:30 |
Karlar 30-39 ára | ||||
1 | Valur Þór Kristjánsson | 1980 | ÍR | 00:17:18 |
2 | Sindri Markússon | 1988 | 00:17:48 | |
3 | Gunnar Marteinsson | 1983 | Ármann | 00:18:38 |
Konur 40-49 ára | ||||
1 | Jóna Dóra Óskarsdóttir | 1972 | Laugaskokk | 00:19:51 |
2 | Ingveldur Hafdís Karlsdottir | 1976 | ÍR skokk | 00:20:13 |
3 | Eva Skarpaas | 1971 | ÍR | 00:21:40 |
Karlar 40-49 ára | ||||
1 | Jósep Magnússon | 1977 | Flandri | 00:17:44 |
2 | Magnús Þór Arnarson | 1971 | Hlaupahópur Sigga P | 00:18:43 |
3 | Gylfi Örn Gylfason | 1976 | 3sh | 00:18:44 |
Konur 50-59 ára | ||||
1 | Erla Eyjólfsdóttir | 1961 | Hlaupahópur FH | 00:22:33 |
2 | Guðrún Harðardóttir | 1966 | Valur skokk | 00:22:53 |
3 | Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir | 1965 | Hlaupahópur FH | 00:23:06 |
Karlar 50-59 ára | ||||
1 | Víðir Þór Magnússon | 1964 | Hlaupahópur FH | 00:18:53 |
2 | Helgi Sigurdsson | 1961 | Hlaupahópur Sigga P | 00:19:49 |
3 | Hjalti Guðbjörn Karlsson | 1962 | Afrekshópur | 00:20:48 |
Konur 60 ára og eldri | ||||
1 | Sigrún Ósk Sigurðardóttir | 1958 | Hlaupahópur FH | 00:30:32 |
2 | Inger María Ágústsdóttir | 1958 | Víkingur | 00:31:45 |
3 | Helga Melsteð | 1958 | Hlaupahópur Stjörnunnar | 00:32:42 |
Karlar 60 ára og eldri | ||||
1 | Guðni Gíslason | 1957 | Hlaupahópur FH | 00:21:51 |
2 | Egill Guðmundsson | 1953 | Hlaupahópur FH | 00:22:34 |
3 | Sigurður Pétur Sigmundsson | 1957 | Hlaupahópur Sigga P | 00:22:48 |