Árlegt Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram í góðu veðri á sumadaginn fyrsta á Víðistaðatúni en hlaupið er í umsjá Frjálsíþróttadeildar FH.
Keppendur voru um 350 í 14 flokkum, fjölmennast var í yngstu flokkunum. Margir efnilegir hlauparar voru að stíga sín fyrstu skref þarna en aðrir höfðu reynt fyrir sér á hlaupabrautinni. Flestir voru hvattir vel áfram og sumir af yngri kynslóðinni voru ópart hvattir af foreldrum og vilji foreldranna stundum meiri en barnanna.
Úlfheiður fremst
Úlfheiður Linnet var fyrst í mark í flokkum 15 ára og eldri en faðir hennar, Úlfar Linnet var fyrstur í flokki 15 ára og eldri karla.
Verðlaun voru gefin af Hafnarfjarðarbæ og fengu allir keppendur verðlaunapeninga og fyrstu keppendur í mark í hverjum flokki fengu verðlaunabikara.
Keppni var hörð og góð í öllum flokkum, fyrstu í hverjum flokki voru eftirtalin:
Konur 15 ára og eldri
- Úlfheiður Linnet
- Magnea Dís Birgisdóttir
- Eyrún Ösp Birgisdóttir
Karlar 15 ára og eldri
- Úlfar Linnet
- Þórhallur Jóhannesson
- Þorvarður Jónsson
Piltar 13-14 ára
- Birkir Bóas Davíðsson
- Sindri Dagur Sigurgeirsson
Stúlkur 13-14 ára
- Selma Sól Sigurjónsdóttir
- Katrín Ásta Eyþórsdóttir
Piltar 11-12 ára
- Jóhann Ási Jónsson
- Svavar Ísak Ólason
- Kristófer Júlian Björnsson
Stúlkur 11-12 ára
- Ísold Sævarsdóttir
- Jónína Linnet
- Sara Kristín Lýðsdóttir
Piltar 9-10 ára
- Hlynur Örn Hjálmarsson
- Krummi Víglundsson
- Hugi Steinn Hlynsson
Stúlkur 9-10 ára
- Hafrún Birna Helgadóttir
- Rebekka Unnarsdóttir
- Sunna Bríet Guðmundsdóttir
Hnokkar 7-8 ára
- Orri Kristmundsson
- Steinar Grétarsson
- Darri Daníelsson
Hnátur 7-8 ára
- Arney Zomers
- Þórdís Lilja Jónsdóttir
- Elísa Hilmars
Hnokkar 6 ára og yngri
- Breki Fjalar Valdimarsson
- Elddór Nökkvi Hlynsson
- Alexander Óli Magnússon
Hnátur 6 ára og yngri
- Brynja Sjóhannsdóttir
- Gígja Hjaltadóttir
- Ester Ómarsdóttir