fbpx
Sunnudagur, desember 22, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHrafnhildur og Ingibjörg hættar keppni

Hrafnhildur og Ingibjörg hættar keppni

Tilkynntu það á glæsilegri þakkargjörðarhátíð

Sunddrottningarnar Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar tilkynntu rétt í þessu á glæsilegri þakkargjörðarhátíð að þær væru hættar keppni á stórmótum erlendis.

 

Báðar eiga þær glæstan feril að baki og verið flottir fulltrúar Hafnarfjarðar og Íslands.

Héldu þær þakkargjörðarhátíð í sal SH í Ásvallalaug þar sem þær fóru yfir feril sinn og sögðu frá upplifun sinni, gleði og sorgum á ferlinum. Lokahnykkurinn hjá þeim var Evrópumeistaramótið í Tékklandi þrátt fyrir að Hrafnhildur væri í fullu háskólanámi og Ingibjörg í mastersnámi. Sögðu þær að markmiðið með því að taka þátt í þessu móti væri að njóta þess að keppa. Hrafnhildur var að taka lokapróf og þurfti að fara fyrr heim en náði að setja Íslandsmet og verða fimmta besta í Evrópu. Sagði Ingibjörg að upplifunin hafi verið einstök og þetta hafi verið fullkominn endir á ferlinum.

Fjölmargir mættu á þessa hjartnæmu þakkarhátíð.
Hrafnhildur og Ingibjörg hengja upp síðustu keppnisboli sína.

Þær segjast þó ekki vera að segja skilið við sundið og upplýstu að ef t.d. Klaus þjálfari hefði samband við þær og bæðu þær að æfa í tvo mánuði og keppa á bikarmóti þá myndu þær aldrei segja nei.

Báðar lýstu þær góðri upplifun sinni af æfingum og keppni með félaginu og sögðu vinskapinn sem myndast hefði mikilvægan.

Dómurum var þakkað fyrir að vera til staðar og aðstoða

Þær þökkuðu fjölmörgum fyrir stuðninginn í gegnum árin, stuðningsfólki, dómurum, Hafnarfjarðarbæ og fleirum og ekki síst Klaus Jürgen Oak sem hefur þjálfað þær og stutt á allan hátt.

Þær þökkuðu m.a. strákunum í SH fyrir keppnina og stuðninginn

Klaus sagði frá fyrstu minningum sínum frá sundferli þeirra 2007 og 2008 og hvernig þær blómstruðu í sundinu. Sagði Klaus sundæfingarnar ekki alltaf snúast um fórnfýsi og í raun snérust þær ekki um fórnfýsi því þær hafi fengið að upplifa svo margt.

Ingibjörg og Hrafnhildur þökkuðu Klaus þjálfara sérstaklega og stóðu allir viðstaddir upp þegar honum voru færðar gjafir.

Upplýsti hann að þær saman hafi á ferlinum synd samtals yfir 48.000 kílómetra sem væri meira en heill hringur um jörðina. Þær hafi farið til 42 landa í 4 heimsálfum á ferlinum og sagði að samkvæmt sínu minni hafi þær keppt 12 sinnum á heimsmeistaramótum, 17 sinnum á Evrópumeistaramótum og á Junior Ólympíuleikum og á tvennum Ólympíuleikum.

Upplýsti hann að þær hafi sett samtals 101 Íslandsmet, 136 Íslandsmeistaratitla sem þýðir um 11 Íslandsmeistaratitla á ári.

Sagði hann þær einnig vegna vel í lífinu og í einkalífinu sem hann sagði að minnsta kosti jafn mikilvægt og að ná góðum árangri sem íþróttamaður. Sagði hann það mikilvægt fyrir sig sem þjálfara að sjá íþróttafólki sem hann þjálfar verða hamingjusama einstaklinga.

Ingibjörg og Hrafnhildur
Karl Georg Klein formaður SH garpa bauð þær að sjálfsögðu velkomnar í sundhóp SH garpa þar sem þær gætu sett ný Íslandsmet

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2