fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFrjálsarIngeborg Eide sigraði í París

Ingeborg Eide sigraði í París

Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide sigraði í kúluvarpi í flokki F37 á Opna franska meistaramótinu í frjálsum í París en það er síðasta stórmótið í frjálsum fyrir Paralympics sem fara líka fram í París í ágúst- og septembermánuði næstkomandi.

Sigraði Ingeborg með 9,46 metra kasti en Íslandsmetið hennar í greininni er 9,83 metrar sem hún setti í Jesolo á Ítalíu fyrr á þessu ári.

Þar með hefur Ingeborg kastað nokkrum sinnum yfir svokölluð „high performance“ markmiði fyrir Paralympics og þar með gert sig mjög líklega til þess að öðlast sæti á Paralympics.

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra (IPC) mun fyrir júnílok tilkynna um þá sem öðlast þátttökurétt í frjálsum á Paralympics.

Ingborg keppir fyrir Ármann og hefur gert frá 2016 en keppt einnig fyrir ÍFR og FH frá 2008-2013.

Heimild: Hvati

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2