fbpx
Miðvikudagur, janúar 22, 2025
HeimFréttirIngibjörg Erla og Leo Anthony eru taekwondofólk ársins, þriðja árið í röð

Ingibjörg Erla og Leo Anthony eru taekwondofólk ársins, þriðja árið í röð

Glæsilegur árangur taekwondofólks í Björk

Taekwondosamband Íslands hefur útnefnt Ingibjörgu Erlu Grétarsdóttur og Leo Anthony Speight bæði úr Fimleikafélaginu Björk taekwondofólk ársins þriðja árið í röð.

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir

Aldur: 29 ára

Ingibjörgu Erlu þarf vart að kynna fyrir þá sem fylgjast með Taekwondo bardaga á Íslandi. Hún keppir nú í -57 senior og hefur verið í algjörum sérflokki þar og er sá kvenkeppandi okkar sem hefur landað stærstu alþjóðlegu medalíunum. Má þar meðal annars nefna Gull á Britsh open G1 á þessu ári og  silfur á Serbian open G1 fyrir nokkrum árum sem var gríðarlega sterkt mót. Þessi verðlaun eru þau stærstu  sem Íslenskur kvennkyns Taekwondo keppandi hefur fengið.

Ingibjörg Erla er einnig margfaldur Íslands og Norður- landameistari og frábær fyrirmynd fyrir alla sem koma að taekwondo á Íslandi.

Árið 2023 hefur verið viðburðaríkt hjá Ingibjörgu Erlu þó svo að meiðsli hafi sett strik í reikninginn framan af ári. Hún hefur sótt fjölda móta og æfinga erlendis og bætingin verið heilmikil og árangurinn eftir því.

Ingibjörg Erla hefur verið að keppa á G-mótum sem eru sterkustu alþjóðlegu mótin og hefur núna í haust keppt á þremur slíkum plús EM í Ólympískum flokkum sem haldið var í Eistlandi. Hún hefur færst upp heimslistann og komist úr sæti 101 upp í sæti 83.

Afrek á árinu á stórmótum sem gilda til stiga á heimslistanum:

1. sæti British International Open 2023 G-1
5. sæti European Games Krakow-Malopolska 2023 G-4

Leo Anthony Speight

Leo Anthony Speight

Aldur: 22 ára

Leo Anthony hefur um árabil verið okkar öflugasti bardagamaður. Hann hefur tvisvar áður verið valinn Taekwondomaður ársins.

Leo keppir í -68 senior, einum erfiðasta flokki sem hægt er að keppa í. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og er margfaldur Íslands og Norðurlandameistari. Hann hefur einnig unnið til margra verðlauna á alþjóðlegum mótum.

Leo er flott fyrirmynd, bæði þegar kemur að aga við æfingar og íþróttamannslega hegðun.
Hann flutti til Manchester í byrjun árs 2022 til að æfa með þeim bestu. Leo hefur verið að keppa á G-mótum, sterkustu alþjóðlegu mótunum, og í fyrra keppti hann fyrstur Íslendinga á Grand Prix móti, sem eru einungis fyrir bestu taekwondo keppendur í heiminum. Leo átti við meiðsli fyrripart árs En keppti svo í Júní á Luxemborg Open G-1 móti sem gildir til stiga á heimslistanum og náði þar í brons eftir að vinna 3 bardaga (vann meðal annars bronshafa frá Pan-America leikunum. Hann náði einnig bronsi á British Open G-1 móti sem haldið var í Júlí. Þessi verðlaun eru með þeim stærstu sem Íslenskur karlkyns Taekwondo keppandi hefur fengið. Hann endar árið í sæti 105 á heimslistanum í einum sterkasta karla flokknum -68 Senior.

Afrek á árinu á stórmótum sem gilda til stiga á heimslistanum:

3. sæti á Lux Open 2023 G-1
3. sæti British International Open 2023 G-1
5. sæti  Swedish Open G1

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2