Taekwondosamband Íslands hefur valið Ingibjörgu Erlu Grétarsdóttur og Leo Anthony Speight íþróttafólk ársins 2022 í Taekwondo. Þau eru bæði í Taekwondodeild Bjarkar.
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir

Ingibjörgu Erlu Grétarsdóttur þarf vart að kynna fyrir þá sem fylgjast með Taekwondo bardaga á Íslandi. Hún keppir nú í -57 senior og hefur verið í algjörum sérflokki þar og er sá kvennkeppandi okkar sem hefur landað stærstu alþjóðlegu medalíunum. Má þar meðal annars nefna Silfur á Serbian open G1 sem var gríðarlega sterkt mót. Hún er einnig margfaldur Íslands og Norðulandameistari og gífurlega glæsileg fyrirmynd fyrir alla sem koma að Taekwondo á Íslandi. Árið 2022 hefur verið viðburðaríkt hjá Ingibjörgu þó svo að meiðsli hafi sett stryk í reikninginn framan af ári. Hún hefur sótt fjölda móta og æfinga erlendis og bætingin verið heilmikil og árangurinn eftir því. Ingibjörg hefur verið að keppa á G-mótum sem eru sterkustu alþjóðlegu mótin og hefur núna í haust keppt á 3 slíkum plús HM sem haldið var í Mexikó. Ingibjörg hefur rokið upp heimslistann og komist úr sæti 217 upp í sæti 101.
Afrek á árinu :
- 5. sæti Dracula Open 2022 G2
- 33. sæti HM Guadalajara 2022 World Taekwondo Championships
Leo Anthony Speight

Leo Anthony Speight hefur um árabil verið okkar öflugasti bardagamaður. Leo er tilnefndur sem Íþróttamaður Hafnarfjarðar 2022 og hefur tvisvar verið valinn Taekwondomaður Íslands.Hann keppir í -68 senior sem er einn erfiðasti flokkur sem hægt er að keppa í. Leo hefur unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og er margfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari. Hann hefur einnig unnið til margra verðlauna á alþjóðlegum mótum. Leo er ótrúlega flott fyrirmynd bæði þegar kemur að aga við æfingar og íþróttamannslega hegðun og hann er til fyrirmyndar á öllum sviðum. Árið 2022 hefur verið viðburðaríkt hjá Leo Anthony Speight og flutti hann til Manchester í byrjun árs til að æfa með þeim bestu. Hann hefur sótt fjölda móta og æfinga erlendis og bætingin verið heilmikil. Leo hefur verið að keppa á G-mótum sem eru sterkustu alþjóðlegu mótin og núna í haust keppti hann fyrstur Íslendinga á Grand Prix móti sem eru einungis fyrir bestu Taekwondo keppendur í heiminum. Hann hefur flogið upp heimslistann og fór hæðst í sæti 87 en endar árið í sæti 101 (byrjaði árið í sæti 446) Það hefur verið mikill stígandi í árangri og nú undir lok ársins vann hann Gull á Breska meistaramótinu í geysi öflugum -68 senior flokki.
Afrek á árinu :
- 1. Sæti Gull á Breska meistarmótinu Senior A -68kg í bardaga
- 17. Sæti á 7th WT President’s Cup Europe G2
- 9. Sæti á Belgian Open 2022 G2
- 5. Sæti European Club Championships 2022 G2
- 5. Sæti á Tallinn Open 2022 G2
- 17. Sæti á Manchester 2022 World Taekwondo Grand-Prix G6