fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirÍsold Elísa varð Íslandsmeistari í kata

Ísold Elísa varð Íslandsmeistari í kata

Um helgina fóru fram Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata í Smáranum í Kópavogi. Karaatedeild Hauka átti fjóra keppendur á hvoru móti og stóðu þeir sig með stakri prýði.

Á Íslandsmeistaramóti barna sem fór fram á sunnudeginum kepptu Ísold Elísa Hlynsdóttir, Sigurður Einar Aðalsteinsson, Daniel Schuldeis og Tómas Örn Jóhannsson. Bestum árangri Hauka á því móti náði Ísold Elísa sem sigraði í flokki 10 ára stúlkna og fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.

Lalita Ragna Pálsdóttir, Karatedeild Hauka

Bestum árangri á unglingamótinu náði Lalita Ragna Pálsdóttir þegar hún endaði í 3. sæti í flokki 14 ára stúlkna. Aðrir keppendur Hauka unglingamótinu voru Kári Stefánsson, Fabian Kondziolka og Dennis Eduard.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2