Ísold Sævarsdóttir, FH, varð í dag Norðurlandameistari í sjöþraut stúlkna U18 ára á Norðurlandmeistarmótinu í fjölþrótum á ÍR vellinum.
Hlaut Ísold 5.583 stig sem er besti árangur sem Ísold hefur náð.
Árangur í einstaka greinum
- 100 m grindarhlaup | 14,00 sek. (+2,9) | 978 stig
- Hástökk | 1,66 m sb. | 806 stig
- Kúluvarp | 12,30 m sb. | 681 stig
- 200 m hlaup | 25,38 sek. (+2,3) | 852 stig
- Langstökk | 5,77 m (+2,3) | 780 stig
- Spjótkast | 39,22 m pb. | 652 stig
- 800 m hlaup | 2:19,24 | 834 stig
Var hún eini Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall í dag.
María Helga varð áttunda
María Helga Högnadóttir úr FH keppti einnig á mótinu og var áttunda í sjöþraut stúlkna U20 ára. Hún hlaut 4.687 stig.
Árangur í einstaka greinum:
- 100 m grindarhlaup | 14,88 sek. (+2,6) | 858 stig
- Hástökk | 1,63 m pb. | 771 stig
- Kúluvarp | 11,27 m | 613 stig
- 200 m hlaup | 26,17 sek (+2,4) | 782 stig
- Langstökk | 5,32 m (+2,9) | 648 stig
- Spjótkast | 32,12 m pb. | 517 stig
- 800 m hlaup | 2:52,62 mín. | 437 stig