FH mætti ÍBV í Kaplalrika í Úrvalsdeild kvenna nú í kvöld.
ÍBV skoraði fyrsta mark leiksins er Kristín Erna Sigurlásdóttir sendi boltann til Rutar Kristjánsdóttur, Rut tók sinn tíma og skaut boltanum í netið.
FH-ingar voru ekki lengi að svara fyrir sig. Caroline Murray fékk boltann frá Nadíu Atladóttur á hægri kantinum en markvörður ÍBV rauk út úr markinu og reyndi að ná boltanum frá Murrey. Murrey hélt boltanum og var nálægt endalínu er hún skaut í autt mark ÍBV og tryggði þar með FH eitt stig.
FH er nú í 6. sæti með 19 stig en ÍBV er komið upp í 2. sæti í bili með 28 stig en Breiðablik getur hirt sætið af þeim er þeir mæta Haukum á morgun.