Klaus Jürgen Ohk, sundþjálfari SH og þar með þjálfari Hrafnhildar Lúthersdóttur aðstoðar Hrafnhildi sem gestaþjálfari eins og hann orðar það sjálfur. Hann hefur því ekki stöðu hefðbundins þjálfara á leikunum og er ekki í sendisveit Íslands. Hann er þar í boði Hrafnhildar en hann mun einnig aðstoða Anton Svein eftir megni. Bæði eru þau uppalin í SH en Anton Sveinn flutti sig yfir til Ægis þegar umrót voru í þjálfaramálum hjá SH.
Hvorugt þeirra fengu sinn þjálfara með sér eins og flestir hinir íslensku keppendurnir á leikunum. Klaus segir að Hrafnhildur hafi boðið honum að koma með sér á leikana en hann sé þar opinberlega í boði Sundsambands Íslands sem greiðir allan kostnað við veru hans þar. Jacky Pellerin landsliðsþjálfari og sundþjálfari hjá Ægi aðstoða Anton Svein og Eygló Ósk Gústafsdóttur.
Klaus segir í samtali við Fjarðarfréttir að þau séu bæði í mjög góðu formi en Klaus sat við keppnislaugina og beið eftir sundfókinu þegar Fjarðarfréttir náði tali af honum undir miðnætti á íslenskum tíma.
Anton keppir á laugardaginn og Hrafnhildur á sunnudaginn.