Haukar mæta União Sportiva frá Portúgal í Euro Cup keppninni á Ásvöllum á morgun, fimmtudag kl. 19.30.
15 ár eru liðin síðan liðið lék í Evrópukeppni og er þetta í þriðja sinn sem að Haukar taka þátt í Euro Cup kvenna.
União Sportiva er frá Azoreyjum sem er langt úti í Atlantshafi úti fyrir N-Afríku, næstum beint suður af Íslandi og keppt verður í Ponta Delgada 30. september.
Hægt verður að horfa á leikinn hér en bæjarbúar að sjálfsögðu hvattir til að mæta á leikinn og hvetja Hauka til sigurs.