fbpx
Fimmtudagur, janúar 9, 2025
target="_blank"
HeimÍþróttirHaukar bikarmeistarar í körfubolta eftir magnaðan úrslitaleik

Haukar bikarmeistarar í körfubolta eftir magnaðan úrslitaleik

Haukar og Breiðablik léku til úrslita sl. laugardagskvöld í bikarkeppni kvenna í körfubolta. Haukar höfðu slegið Njarðvík út í undanúrslitum 83-54 og Breiðablik hafði sigrað Snæfell 89-55.

Leikur Hauka og Breiðabliks var spennandi frá upphafi en Breiðablik hafði þó yfirhöndina framan af en staðan í hálfleik var jöfn 40-40.

Eftir þetta skiptust liðin á að leiða og munurinn var lítill. Eftir 3ja leikhluta er staðan aftur jöfn 63-63 en eftir það tóku Haukar forystu og mestur varð munurinn 7 stig í leikslok en leiknum lauk með sigri Hauka 88-81 eftir að Helena Sverrisdóttir hafði skorað tvívegis úr víti.

Gleðin var mikil í leikslok eftir frábæran leik. – Ljósm.: Márus Björgvin Gunnarsson

Helena var stigahæst Hauka með 19 stig, Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 16 stig og Sólrún Inga Gísladóttir skoraði 13.

Michaela Lynn Kelly var stigahæst hjá Breiðabliki með 27 stig, Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 22 stig og Telma Lind Ásgeirsdóttir skoraði 16.

Þjálfari Hauka er Bjarni Magnússon en þjálfari Breiðabliks er Ívar Ásgrímsson fyrrum þjálfari Hauka.

VÍS var styrktaraðili bikarkeppninnar – Ljósm.: Márus Björgvin Gunnarsson

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2