Bikarmeistaralið Hauka í körfubolta kvenna mætti Íslandsmeisturunum í Val í árlegri meistarakeppni KKÍ þann 20. september sl. Leikið var á heimavelli Vals á Hlíðarenda
Haukar unnu í kvöld Val 77-78 í
Leikurinn var fjörugur og spennandi og skiptust liðin allan leikinn á að halda forystunni.
Valur komst yfir 77-76 þegar aðeins tvær sekúndur voru eftir af leiknum en þá tóku Haukar leikhlé og teiknaði þjálfarateymi Hauka upp kerfi fyrir Keira Robinson sem setti boltann í körfuna um leið og flautan gall, 78-77 Haukasigur í höfn. Byrja Haukakonur því tímabilið með bikar.
Stigahæst hjá Haukum var Keira Robinson með 20 stig og Þóra Kristín Jónsdóttir með 15 stig.
Stórsigur í fyrsta leik efstu deildar
Haukar mættu svo liði Snæfells í fyrsta leik efstu deildar, Subwaydeildarinnar sl. þriðjudag og sigruðu mjög örugglega 109-37 þar sem Tinna Axelsdóttir skoraði 39 stig.
Karlalið Hauka leikur sinn fyrsta leik í kvöld
Leikir í efstu deild karla hefjast í kvöld og sækir lið Hauka Breiðablik heim í Smárann og hefst leikurinn kl. 19.15.