FH mætti KR í Úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór fram í Kaplakrika.
Í fyrri hálfleik voru KR-ingar betri. KR hélt betur boltanum og þeir áttu líka fleiri skot á mark.
FH-ingar komu hálf sofandi inn í seinni hálfleikinn og komust KR-ingar í færi eftir færi. KR komst yfir á 67. mínútu er Morten Beck fékk boltann hægra megin og sendi háan bolta yfir til Tobias Thomsen sem skoraði, markið alveg í takt við leikinn.
Fleiri urðu mörkin ekki og er toppbarátta FH að hverfa úr sjón.
Teitur Magnússon spilaði sinn fyrsta leik í Úrvalsdeildinni í kvöld er hann kom inn fyrir Davíð Þór á 86 mínútu. Það fyrsta það sem Teitur gerða var að næla sér í gult spjald. Teitur er fæddur árið 2001.