fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirLeo Anthony varð Evrópumeistari smáþjóða

Leo Anthony varð Evrópumeistari smáþjóða

Evrópumót smáþjóða í Taekwondo bardaga var haldið 23. og 24. apríl síl. í Tallinn Eistlandi.

Fjórir íslenskir landsliðskeppendur voru skráðir á mótið og þar af voru þrír úr Björk.

Það voru þau Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Leo Anthony Speight, Jón Þór Sanne úr Björk og Guðmundur Flóki úr KR. Ingibjörg var meidd og keppti því miður ekki.

Af þeim þremur sem kepptu unnu tveir gull og eru því Evrópumeistarar í sínum flokki.

Landsliðsmaðurinn Leo Anthony Speight úr Björk varð Evrópumeistari smáþjóða í Senior – 68 og Guðmundur Flóki Sigurjónsson úr KR vann í -68 Junior unglingaflokki.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2