fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirHandboltiMikil stemmning í Kaplakrika er FH komst áfram

Mikil stemmning í Kaplakrika er FH komst áfram

FH mætti Dukla Prag í öðrum leik liðanna í Evrópubikarnum í handbolta. Fyrri leikurinn fór fram í Tékklandi og vann FH þann leik 27:30.

Leikmenn FH sem spilaðu gegn Dukla Prag árið 1966 voru heiðursgestir á leiknum. Fyrirliði FH á þeim tíma, Birgir Björnsson er afi Ágústar Elí Björgvinssonar, markmanns FH.

FH-ingar byrjuðu leikinn vel og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og voru alltaf með yfirhendina og komst Dukla aldrei yfir. Ágúst Birgisson var strax kominn með tvær brottvísanir á 8. mínútu. Vojtech Patzel leikmaður Dukla braut á Arnari Frey á 29. mínútu og fækk rautt og blátt spjald í kjölfarið, Vojtech fór með afturendann beint inn í Arnar Frey er Arnar var að hoppa inn úr horninu. FH var yfir í hálfleik 15:11.

Ágúst Birgisson fékk sína þriðju brottvísun á 47. mínútu og þar með þurfti hann að fara upp í stúku. Óðinn Þór Ríkharðsson fékk tvær brottvísanir fyrir kjaft við dómara.

FH tapaði aldrei forystunni í leiknum og vann leikinn með sex marka mun 31:25. Samanlagt vann FH einvígið 61:52.

Dieudonne Mubenzem var markahæstur með níu mörk eða tæpan þriðjung marka Dukla.

Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá FH með tíu mörk skoruð. Hin mörk FH: Jóhann Karl Reynisson-5, Óðinn Ríkharðsson-4, Ísak Rafnsson-4, Ásbjörn Friðriksson-3, Ágúst Birgisson-2, Arnar Freyr Ársælsson-1, Einar Örn Sindrason-1, Þorgeir Björnsson-1.

Ágúst Elí var með 18 varða bolta þar með talið eitt víti. Ágúst var nálægt því að skora á 25. mínútu er mark Dukla var tómt en hann kastaði boltanum í slá.

Einar Örn Sindrason skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki. Undir lok leiks fengu margir ungir leikmenn að spreyta sig meðan reynslumeiri fengu að hvíla.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2