fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirNorðurlandamót 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Kaplakrika

Norðurlandamót 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Kaplakrika

13. - 14. ágúst nk.

Norðurlandamót 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum verður haldið í Kaplakrika 13.-14. ágúst nk.

Ísland og Danmörk senda venju samkvæmt sameiginlegt lið til keppni en að þessu sinni mun Ísland reyna að senda einn í hverja grein og fjóra í hverja boðhlaupssveit.

Mótsstjóri verður FH-ingurinn Kristinn Guðlaugsson.

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur gert samkomulag við Fjarðarfréttir um að halda utan um upplýsingar og fréttastreymi frá mótinu.

Til að stilla upp eins sterku liði og mögulegt er verður stuðst við eftirfarandi:

Keppendur skulu fæddir á bilinu 1997-2001 (15-19 ára)
Horft verður á árangur á árinu 2016 bæði innan- og utanhúss
Horft verður á innbyrðis viðureignir milli svipað sterkra keppenda.
Horft verður á tímaseðil komi keppandi til greina í fleiri en eina grein.

Valið verður í liðið í byrjun ágúst en keppendur hafa til þriðjudagsins 2. ágúst til að tryggja sér sæti í liðinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2