fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirSundRóbert Ísak bætti eigið sitt Íslandsmet og fékk silfur á HM

Róbert Ísak bætti eigið sitt Íslandsmet og fékk silfur á HM

Þriðju verðlaunin í hús

Róbert Ísak Jónsson bætti sitt eigið Íslandsmet og fékk silfur í 100 metra baksundi á Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi í flokki S14. Róbert synti á tímanum 01:06,99 og var 0,57 sekúndum á eftir Lawrence Sapp frá bandaríkjunum sem hafnaði í fyrsta sæti á tímanum 01:06,42. Í þriðja sæti hafnaði Yannick Vandeput á tímanum 01:07,60. Róbert var fjórði upp úr undanrásunum.

Róbert bætti sitt eigið Íslandsmet sem hann setti í apríl á þessu ári í Englandi, sá tími var 01:07,81.

Róbert hefur nú fengið tvö silfur og eitt gull og hann á eftir að keppa í 100 metra flugsundi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2