fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirSundRóbert Ísak setti þrjú Íslandsmet á einum degi

Róbert Ísak setti þrjú Íslandsmet á einum degi

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson úr SH/Firði keppir á EM fatlaðra í sundi í Madeira í Portúgal.

Keppni hófst sl. sunnudag á 20. afmælisdegi Róberts Ísaks.

Þá synti Róbert Ísak sig inn í úrslit í 200 m skriðsundi S14 (þroskahamlaðir) og hafnaði í 5. sæti. Hann synti á 2,04.42 mín. í undanrásum og í úrslitum gerði hann ögn betur og synti á  2,02.20 mín. sem dugði honum í 5. sæti.

Í gær setti hann þrjú Íslandsmet! Í undanrásum  í 100 m baksundi synti hann á 1,05.19 mín. og bætti Íslandsmet sitt um rúma sekúndu en fyrra met hans frá 2019 var 1,06.49 mín.

Í úrslitum sló hann svo gamalt Íslandsmet í 50 m baksundi og kom svo í mark á nýju Íslandsmeti í 100 m baksundi á 1,04.76 sekúndum. Endaði hann í 7. sæti.

Félagarnir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson.

Félagi hans, Már Gunnarsson úr ÍRB setti einnig Íslandsmet er hann náði 4. sæti í 100 m flugsundi í flokki S11 (blindir) og  bætti eigið Íslandsmet um eitt sekúndubrot. Millitími hans var einnig Íslandsmet, 32,33 sek.

Ljósmyndir af ifsport.is

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2