fbpx
Miðvikudagur, janúar 22, 2025
HeimFréttirPólitíkSamningur gerður um uppbyggingu á hestamannasvæði Sörla

Samningur gerður um uppbyggingu á hestamannasvæði Sörla

Bæjarstjórn samþykkti í síðustu viku samkomulag við Hestamannafélagið Sörla um uppbyggingu á svæði félagsins en ný reiðhöll á svæðinu er næst á forgangslista Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

Starfshópur um uppbyggingu á athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla var skipaður af umhverfis- og framkvæmdaráði þann 12. september 2018.

Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni þann 12. apríl 2 og þann 11. júlí 2019 samþykkti bæjarráð að óska eftir að starfshópurinn tæki til starfa að nýju og að þær tillögur sem komu fram í skýrslu starfshóps að uppbyggingu yrðu yfirfarnar með það markmið að áfangaskipta eða forgangsraða framkvæmdum, nýta betur núverandi innviði og skoða aðra þætti sem gætu leitt til hagræðingar.

Starfshópurinn fékk til liðs við sig Sigurð Þorvarðarson, byggingarfræðing, til þess að rýna stærðir og kostnað. Starfshópurinn kynnti niðurstöðu sína á fundi bæjarráðs þann 27. febrúar 2020, þar sem m.a. kom fram að tekist hefði að lækka áætlaðan kostnað mjög verulega og lögð var fram tillaga að áfangaskiptingu framkvæmdarinnar. Skýrsla starfshópsins og frumkostnaðarmat fylgja með samkomulagi þessu.

Breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagi á svæðinu sem nauðsynlegar voru til að liðka fyrir sölu hestahúsalóða. Úthlutun og sala hesthúsalóða mun hafa áhrif á framkvæmdahraða á athafnasvæði Sörla.

Samkomulagið um uppbyggingu á athafnasvæði Sörla

  1. Bæjarráð skal skipa í sérstaka framkvæmdanefnd, þrjá fulltrúa frá Hafnarfjarðarbæ og tvo fulltrúa sem tilnefndir eru frá Hestamannafélaginu Sörla. Skal bæjarráð gera framkvæmdanefnd sérstakt erindisbréf.
  2. Í skýrslu starfshóps um uppbyggingu á athafnasvæði Sörla er sett fram tillaga að gerð reiðhallar og þjónusturýmis, ásamt áfangaskiptingu verkefnisins. Samkomulag er um að framkvæmdahraði og áfangaskipting taki mið af úthlutun hesthúsalóða sem nánar er skilgreint í erindisbréfi framkvæmdanefndar.
  3. Aðilar eru sammála um að hefja þegar undirbúning að hönnun og öðrum nauðsynlegum verkþáttum. Skal jafnframt horft til þess möguleika að byggingarframkvæmdum verði hraðað ef hagstæðir samningar nást þar um.
  4. Verkefnið verður fjármagnað í samræmi við tillögu framkvæmdanefndar og niðurstöðu bæjarstjórnar um kostnaðarskiptingu milli aðila. Endanlega ákvörðun um áfangaskiptingu skal einnig vera samkvæmt tillögu framkvæmdanefndar og eftir að tillaga að kostnaðarskiptingu milli aðila liggur fyrir.
    Ákvörðun um fjármagn til verkefnisins er tekin af bæjarstjórn í fjárhagsáætlun hvers árs og eða við breytingu fjárhagsáætlunar þess árs. Við undirritun samkomulags þessa verður skipuð framkvæmdanefnd um uppbygginguna.

Í framkvæmdaáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir 2020 er ekki gert ráð fyrir neinu fé til uppbyggingar íþróttamannvirkja en gert er ráð fyrir 400 milljónum kr. 2021 og 500 milljónir kr. 2022 og 600 millj. kr. árið 2023.

Ekki kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar hvað þessi samningur komi til með að kosta skattgreiðendur.

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2