Anton Sveinn McKee synti í dag 200 m bringusund á nýju Íslands- og Norðurlandameti, 2,01.65 mínútum. Anton varð annar í sundinu á eftir Þjóðverjanum Marco Koch, en hann synti á 2,00.58.
Það eru einungis 9 dagar síðan Anton setti eldra metið, 2.01.73, og því er þetta enn og aftur frábær árangur hjá þessum glæsilega hafnfirska íþróttamanni.
Anton keppti einnig í 50 m bringusundi og synti á 26,44 sekúndum, en Íslandsmetið í þeirri grein er 26,14. En Anton Sveinn synti 50 m sundið rétt eftir að hafa synt 200 m bringusundið svo metið er greinilega í hættu.
Eins og áður hefur komið fram þá er Anton Sveinn að taka þátt í ISL mótaröðinni sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi. Á morgun, mánudag keppir Anton Sveinn 100 m bringusundi.