fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirSundGóður árangur SH-inga á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug

Góður árangur SH-inga á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug

Karlasveit SH setti Íslandsmet í 4x fjórsundi og 4x skriðsundi

Íslandsmeistaramótið í 50 m laug var haldið í Laugardalslaug um helgina og stóð sundfólk úr Sundfélagi Hafnarfjarðar sig afar vel.

Tvö Íslandsmet – Anton Sveinn McKee kominn heim í SH

Karlasveit SH bætti 4 ára Íslandsmet sitt í 4×100 m fjórsundi á 3:50,57 mín. Sveitina skipuðu Kolbeinn Hrafnkelsson, Predrag Milos, Aron Örn Stefánsson og Anton Sveinn McKee, sem kominn er heim í SH eftir langa dvöl hjá Ægi. Fyrra metið var 3:55,08 mín.

Karlasveit SH setti Íslandsmet í 4x100m skriðsundi á 3:31,08 mín. Sveitina skipuðu þeir Aron Örn Stefánsson, Kolbeinn Hrafnkelsson, Predrag Milos og Ólafur Árdal Sigurðsson.

Íslandsmeistarar SH í 4x 100 m fjórsundi á verðlaunapalli.

Predrag og Anton Sveinn undir lágmarki fyrir EM í 50 m laug

Predrag Milos úr SH synti í annað sinn á tveimur vikum undir EM50 lágmarki í 50 m skriðsundi og Anton Sveinn McKee náði lágmarkinu á mótið í 100 m bringusundi.

Undir lágmörkum fyrir Norðurlandamót æskunnar og Ólympíuleika æskunnar

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Katarína Róbertsdóttir úr SH syntu undir B-lágmarki á Ólympíuleika æskunnar.

Þá syntu þau Adele Alexandra Pálsson, Daði Björnsson og Kristín Helga Hákonardóttir, öll úr SH, undir lágmarki fyrir Norðurlandamót æskunnar.

Aldursflokkamet

Sveinasveit SH stórbætti aldursflokkamet í 4×200 m skriðsundi á 10:20,35 mín en gamla metið var í eigu ÍRB; 10:54,73. Sveit SH skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Bergur Fáfnir Bjarnason, Andri Már Kristjánsson og Björn Yngvi Guðmundsson.

Sveinasveit SH setti aldursflokkamet 11-12 ára þegar þeir syntu 4×100 m fjórsundi á 5:25,66 mín. Sveit SH skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Adam Leó Tómasson, Bergur Fáfnir Bjarnason og Andri Már Kristjánsson.

Sveinasveit SH setti aldursflokkamet í 11-12 ára í 4×100 m skriðsundi á 4:44,54 og stórbætti metið sem var 5:07,53. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Bergur Fáfnir Bjarnason, Andri Már Kristjánsson og Björn Yngvi Guðmundsson.

Drengjamet

Daði Björnsson úr SH tvíbætti drengjametið í 200 m bringusundi fyrst í undanrásum er hann bætti eigið met um 2/100 úr sekúndu, fór á 2:34,58 mín. Hann stórbætti það svo í úrslitum á 2:30,24 mín.

Sveinamet

Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH setti sveinamet í 200 m skriðsundi er hann synti fyrst sprett í boðsundi á 2:19,40 mín og bætti þar með fimm ára gamalt met.

Viðurkenningar

Á ÍM50 voru veittar sérstakar viðurkenningar fyrir bestu afrek mótsins og einnig afrek á milli íslandsmeistaramóta en eftir farandi sundfólk úr SH fékk viðurkenningar:

Viktor Máni Vilbergsson hlaut Pétursbikarinn fyrir 200 m bringusund sem hann synti á Smáþjóðaleikunum í maí í fyrra en bikarinn er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi skv. stigatöflu FINA.

Hrafnhildur Lúthersdóttir hlaut Kolbrúnarbikarinn fyrir 50 m bringusund sem hún synti í Búdapest í júlí í fyrra, en bikarinn er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi skv. stigatöflu FINA.

Anton Sveinn McKee hlaut Sigurðarbikarinn fyrir 100 m bringusund á ÍM50 2018. Bikarinn er veittur árlega fyrir besta afrek í bringusundi í 50 m laug.

Öll úrslitin má sjá hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2