Hrafnhildur Lúthersdóttur, sundkona í SH synti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag.
Hún endaði í 10. sæti á tímanum 30.71 sekúndum sem var jafntframt bæting á Íslandsmeti sem hún setti sjálf í fyrra. Hrafnhildur bætti metið um tólf hundraðshluta úr sekúndu.
Hún lauk keppni á HM eftir sundið en hún keppti líka í 100 metra bringusundi en komst ekki upp úr undanrásunum.