fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimÍþróttirSundRóbert Ísak sjötti á Ólympíuleikunum og setti þrjú Íslandsmet

Róbert Ísak sjötti á Ólympíuleikunum og setti þrjú Íslandsmet

Hafnfirski sundmaðurinn Ró­bert Ísak Jóns­son setti þrjú Íslands­met á Ólymp­íu­leikum fatlaðra í Tókýó og hafnaði í sjötta sæti í 100 metra flugsundi í flokki S14, þroska­hamlaðra.

Ró­bert keppti í undanrásum í nótt að íslenskum tíma og varð sjö­undi. Bætti hann Íslands­met sitt um 1/5 úr sekúndu er hann synti á 58,34 sek­únd­um og komst í úrslit.

Keppt var til úrslita rétt upp úr kl. 9 í morgun að íslenskum tíma. Eftir 50 metrana var Róbert 8. og síðastur þó hann væri að setja Íslandsmet í 50 m flugsundi er hann synti á 26,56 sekúndum. En hann bætti vel í á síðari 50 metrunum og kom sjötti í mark á 58,06 sek­únd­um og bætti metið sem hann setti í undanúrslitum um 28/​100 úr sek­úndu.

Sérlega glæsilegur árangur hjá þessum unga sundmanni.

Róbert Ísak Jónsson í undanúrslitunum – Ljósmynd: ÍF

Það var Gabriel Band­eira frá Bras­il­íu sem varð Ólymp­íu­meist­ari á 54,76 sek­únd­um, á nýju Paralympic meti.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2