fbpx
Fimmtudagur, janúar 9, 2025
target="_blank"
HeimÍþróttirSundÞrjátíu sundmenn frá SH keppa á Íslandsmeistaramótinu

Þrjátíu sundmenn frá SH keppa á Íslandsmeistaramótinu

Þjálfari SH keppir.

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir munu leiða 30 manna hóp sundmanna úr SH á Íslandsmeistaramóti sem haldið verður næstu helgi.

Hrafnhildur og Ingibjörg eru með bestu sundmönnum á Íslandsmeistaramótinu sem haldið verður nú um helgina í Laugardalslaug í Reykjavík. Báðar hafa þær náð lágmökum fyrir Evrópumeistaramótið sem haldið verður í desember í Kaupmannahöfn. Þær stefna báðar á að vinna nokkra titla. Hrafnhildur er skráð í hennar 5 bestu greinar: 50, 100, 200 metra bringusund sem og 100 og 200 metra fjórsund, á meðan Ingibjörg er skráð í 4 greinar: 50 metra skriðsund, baksund og flugsund sem og 100 metra skriðsund. Báðar munu þær einnig vera stór partur af boðsundssveitum SH í 4×100 metra fjórsundi og skriðsundi og 4×200 metra skriðsundi.

Vilja ná lágmörkum fyrir EM

Aron Örn Stefánsson, Kolbeinn Hrafnkelsson og Predrag Milos munu leiða strákaliðið. Allir þrír eru þeir nú þegar búnir að ná lágmörkum fyrir Norðulandameistaramótið sem verður haldið í byrjun desember í Reykjavík. Þeir stefna allir að ná lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið. Aron Örn mun synda í 6 greinum, Predrag í 4 og Kolbeinn í 3, að sjálfsögðu eru þeir einnig allir í boðsundsveitum SH.

Katarína Róbertsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir hafa einnig náð lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramótið og núna vilja þær enn fremur sanna sig í þeim greinum og kannski jafnvel ná fleiri lágmörkum. Nálægt lágmörkunum eru Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir, María Fanney Kristjánsdóttir og Adele Alexandra Pálsson.

Í vann SH til fjögurra Íslandsmeistaratitla og vann til 42 verðlauna (án Hrafnhildar og Ingibjargar sem voru á þeim tíma úti í Bandaríkjunum).

Það eru ekki bara verðlaunin sem skipta máli fyrir SH

Um 20 sundmenn eru ennþá ungir og eru enn að öðlast reynslu við að keppa á stærri mótum eins og Íslandsmeistaramótum. Þau eru næsta kynslóð og vilja feta í fótspor eldri sundmanna einn daginn. Helsta markmið þeirra núna er að bæta sína bestu tíma og halda áfram að minnka muninn sem er á milli þeirra og fremstu sundmanna til þess að vera með þeim bestu í framtíðinni.

Þjálfarinn fær líka að keppa

Mladen Tepavcevic, þjálfari SH og fyrrum Ólympíufari fyrir Serbíu ætlar að keppa. Núna með íslenskan ríkisborgararétt og sem elsti keppandi skorar hann á yngri sundmennina í hans bestu greinum: 50 og 100 metra bringusundi.

Greinaröðun:

Föstudagur:

50m skriðsund
400m skriðsund*
100m bringusund
200m baksund
100m flugsund
4x100m fjórsund blandað (morgun)**
4x200m skriðsund (kvöld)**

Laugardagur:

100m baksund
200m flugsund
100m skriðsund
50m bringusund
200m fjórsund
1500m skriðsund*
4x100m fjórsund (kvöld)**

Sunnudagur:

400m fjórsund*
50m flugsund
200m skriðsund
50m baksund
200m bringusund
800m skriðsund*
4x100m skriðsund blandað (morgun)**

*Bein úrslit verða synt í 400m, 800m og 1500m greinum. Hraðasti riðill syndir í úrslitahluta.
**Bein úrslit verða í boðsundum.  Blönduð boðsund að morgni og kynjaskipt í úrslitahlutum.

Ráslistann er hægt að finna hér.

Fleiri upplýsingar eins og tímatafla, keppendalisti og úrslit eru á heimasíðu SSÍ. http://www.sundsamband.is/sundithrottir/sundmot/im-25/

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2